Kjartan Henry Finnbogason er kominn á blað í dönsku B-deildinni en hann skoraði annað marka Horsens í 2-4 tapi gegn Lyngby í dag.
Kjartan jafnaði metin í 1-1 með marki úr vítaspyrnu á 6. mínútu en aðeins sjö mínútum síðar komst Lyngby aftur yfir.
Horsens er búið að tapa báðum leikjum sínum í B-deildinni en liðið vermir botnsæti hennar.
Kjartan gerði 11 mörk í 24 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili hjá Horsens.
Kjartan Henry skoraði í tapi Horsens
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti





„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti



„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
