Samningur iðnaðarráðherra við Matorku gæti fallið um sjálfan sig Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2015 13:50 Ekki er útilokað að atvinnuveganefnd geri breytingar á frumvarpi um ívilnanir við fyrirtæki. Það gæti orðið til þess að ekkert verði að nýgerðum samningi iðnaðarráðherra við Matorku um ívilnanir upp á rúmar 700 milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði hinn 20. febrúar undir samning við Matorku um ívilnanir vegna bleikjueldis í kjördæmi ráðherrans á Reykjanesi. Samningurinn felur í sér alls kyns skatta- og gjaldaafslætti sem og styrk til þjálfunar starfsfólks og gæti að lokum hljóðað upp á rúmar 700 milljónir króna. Matorka er að hluta í eigu ættingja fjármálaráðherra, feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar sem einnig komu að kaupum á Borgun af Landsbankanum nýlega í lokuðu ferli. Atvinnuveganefnd hefur nú til lokaafgreiðslu fyrir þriðju umræðu frumvarp um almennar ívilnanir við fyrirtæki. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður er einn eigenda Matorku, en hann kom fyrir atvinnuveganefnd í október til að leggja mat á frumvarpið og situr í laganefnd Lögmannafélags Íslands sem skilaði inn áliti á frumvarpinu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þetta ekki heppilega stöðu. „Nú veit ég ekkert um það hvort hann hefur gert Lögmannafélaginu og þeim sem starfa með honum þar grein fyrir stöðu sinni í þessu máli. Það er aknnski aðalatriðið að þeir hafi þá vitað af því að hann á ákveðinna hagsmuna að gæta gagnvart þessari löggjöf,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Þá hefði ekki verið óeðlilegt að hann greindi atvinnuveganefnd frá stöðu sinni. Iðnaðarráðherra gerir samninginn við Matorku með fyrirvara um að frumvarpið sem nú er fyrir atvinnuveganefnd verði samþykkt. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar í gær að þessi samningur gæti skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi. En önnur fyrirtæki, sem væru með um 65 prósent af heimsmarkaðnum, hefðu ekki fengið ívilnanir sem þessar. Jón tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst að að þurfi að skoða það sérstaklega vegna þeirra aðstæðna sem hér eru. Vegna þess fámennis sem hér er að slíkir hlutir séu ekki til þess valdandi að geta skekkt verulega samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Jón. Atvinnuveganefnd hafi því ákveðið að skoða málið betur og aðlaga löggjöfina að þeim aðstæðum sem ríki á Íslandi. Það geti því farið svo að samningur iðnaðarráðherra við Matorku falli um sjálfan sig. „Það er ekkert útilokað að við þessa skoðun komumst við að einhverri slíkri niðurstöðu. En við erum núna í málsmeðferðinni. Þetta hefur vakið upp þessar siðferðilegu spurningar og mér finnst fullt tilefni til að skoða það nánar,“ segir Jón.Alla vega hefur þessi vitneskja sem nú er komin fyrir nefndina orðið þess valdandi að málinu mun seinka eitthvað út úr atvinnuveganefnd?„Já, ég hef ákveðið það að málið verður ekki afgreitt frá okkur áður en við erum búin að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ekki er útilokað að atvinnuveganefnd geri breytingar á frumvarpi um ívilnanir við fyrirtæki. Það gæti orðið til þess að ekkert verði að nýgerðum samningi iðnaðarráðherra við Matorku um ívilnanir upp á rúmar 700 milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði hinn 20. febrúar undir samning við Matorku um ívilnanir vegna bleikjueldis í kjördæmi ráðherrans á Reykjanesi. Samningurinn felur í sér alls kyns skatta- og gjaldaafslætti sem og styrk til þjálfunar starfsfólks og gæti að lokum hljóðað upp á rúmar 700 milljónir króna. Matorka er að hluta í eigu ættingja fjármálaráðherra, feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar sem einnig komu að kaupum á Borgun af Landsbankanum nýlega í lokuðu ferli. Atvinnuveganefnd hefur nú til lokaafgreiðslu fyrir þriðju umræðu frumvarp um almennar ívilnanir við fyrirtæki. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður er einn eigenda Matorku, en hann kom fyrir atvinnuveganefnd í október til að leggja mat á frumvarpið og situr í laganefnd Lögmannafélags Íslands sem skilaði inn áliti á frumvarpinu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þetta ekki heppilega stöðu. „Nú veit ég ekkert um það hvort hann hefur gert Lögmannafélaginu og þeim sem starfa með honum þar grein fyrir stöðu sinni í þessu máli. Það er aknnski aðalatriðið að þeir hafi þá vitað af því að hann á ákveðinna hagsmuna að gæta gagnvart þessari löggjöf,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Þá hefði ekki verið óeðlilegt að hann greindi atvinnuveganefnd frá stöðu sinni. Iðnaðarráðherra gerir samninginn við Matorku með fyrirvara um að frumvarpið sem nú er fyrir atvinnuveganefnd verði samþykkt. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar í gær að þessi samningur gæti skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi. En önnur fyrirtæki, sem væru með um 65 prósent af heimsmarkaðnum, hefðu ekki fengið ívilnanir sem þessar. Jón tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst að að þurfi að skoða það sérstaklega vegna þeirra aðstæðna sem hér eru. Vegna þess fámennis sem hér er að slíkir hlutir séu ekki til þess valdandi að geta skekkt verulega samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Jón. Atvinnuveganefnd hafi því ákveðið að skoða málið betur og aðlaga löggjöfina að þeim aðstæðum sem ríki á Íslandi. Það geti því farið svo að samningur iðnaðarráðherra við Matorku falli um sjálfan sig. „Það er ekkert útilokað að við þessa skoðun komumst við að einhverri slíkri niðurstöðu. En við erum núna í málsmeðferðinni. Þetta hefur vakið upp þessar siðferðilegu spurningar og mér finnst fullt tilefni til að skoða það nánar,“ segir Jón.Alla vega hefur þessi vitneskja sem nú er komin fyrir nefndina orðið þess valdandi að málinu mun seinka eitthvað út úr atvinnuveganefnd?„Já, ég hef ákveðið það að málið verður ekki afgreitt frá okkur áður en við erum búin að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira