Samningur iðnaðarráðherra við Matorku gæti fallið um sjálfan sig Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2015 13:50 Ekki er útilokað að atvinnuveganefnd geri breytingar á frumvarpi um ívilnanir við fyrirtæki. Það gæti orðið til þess að ekkert verði að nýgerðum samningi iðnaðarráðherra við Matorku um ívilnanir upp á rúmar 700 milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði hinn 20. febrúar undir samning við Matorku um ívilnanir vegna bleikjueldis í kjördæmi ráðherrans á Reykjanesi. Samningurinn felur í sér alls kyns skatta- og gjaldaafslætti sem og styrk til þjálfunar starfsfólks og gæti að lokum hljóðað upp á rúmar 700 milljónir króna. Matorka er að hluta í eigu ættingja fjármálaráðherra, feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar sem einnig komu að kaupum á Borgun af Landsbankanum nýlega í lokuðu ferli. Atvinnuveganefnd hefur nú til lokaafgreiðslu fyrir þriðju umræðu frumvarp um almennar ívilnanir við fyrirtæki. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður er einn eigenda Matorku, en hann kom fyrir atvinnuveganefnd í október til að leggja mat á frumvarpið og situr í laganefnd Lögmannafélags Íslands sem skilaði inn áliti á frumvarpinu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þetta ekki heppilega stöðu. „Nú veit ég ekkert um það hvort hann hefur gert Lögmannafélaginu og þeim sem starfa með honum þar grein fyrir stöðu sinni í þessu máli. Það er aknnski aðalatriðið að þeir hafi þá vitað af því að hann á ákveðinna hagsmuna að gæta gagnvart þessari löggjöf,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Þá hefði ekki verið óeðlilegt að hann greindi atvinnuveganefnd frá stöðu sinni. Iðnaðarráðherra gerir samninginn við Matorku með fyrirvara um að frumvarpið sem nú er fyrir atvinnuveganefnd verði samþykkt. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar í gær að þessi samningur gæti skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi. En önnur fyrirtæki, sem væru með um 65 prósent af heimsmarkaðnum, hefðu ekki fengið ívilnanir sem þessar. Jón tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst að að þurfi að skoða það sérstaklega vegna þeirra aðstæðna sem hér eru. Vegna þess fámennis sem hér er að slíkir hlutir séu ekki til þess valdandi að geta skekkt verulega samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Jón. Atvinnuveganefnd hafi því ákveðið að skoða málið betur og aðlaga löggjöfina að þeim aðstæðum sem ríki á Íslandi. Það geti því farið svo að samningur iðnaðarráðherra við Matorku falli um sjálfan sig. „Það er ekkert útilokað að við þessa skoðun komumst við að einhverri slíkri niðurstöðu. En við erum núna í málsmeðferðinni. Þetta hefur vakið upp þessar siðferðilegu spurningar og mér finnst fullt tilefni til að skoða það nánar,“ segir Jón.Alla vega hefur þessi vitneskja sem nú er komin fyrir nefndina orðið þess valdandi að málinu mun seinka eitthvað út úr atvinnuveganefnd?„Já, ég hef ákveðið það að málið verður ekki afgreitt frá okkur áður en við erum búin að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Ekki er útilokað að atvinnuveganefnd geri breytingar á frumvarpi um ívilnanir við fyrirtæki. Það gæti orðið til þess að ekkert verði að nýgerðum samningi iðnaðarráðherra við Matorku um ívilnanir upp á rúmar 700 milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði hinn 20. febrúar undir samning við Matorku um ívilnanir vegna bleikjueldis í kjördæmi ráðherrans á Reykjanesi. Samningurinn felur í sér alls kyns skatta- og gjaldaafslætti sem og styrk til þjálfunar starfsfólks og gæti að lokum hljóðað upp á rúmar 700 milljónir króna. Matorka er að hluta í eigu ættingja fjármálaráðherra, feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar sem einnig komu að kaupum á Borgun af Landsbankanum nýlega í lokuðu ferli. Atvinnuveganefnd hefur nú til lokaafgreiðslu fyrir þriðju umræðu frumvarp um almennar ívilnanir við fyrirtæki. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður er einn eigenda Matorku, en hann kom fyrir atvinnuveganefnd í október til að leggja mat á frumvarpið og situr í laganefnd Lögmannafélags Íslands sem skilaði inn áliti á frumvarpinu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þetta ekki heppilega stöðu. „Nú veit ég ekkert um það hvort hann hefur gert Lögmannafélaginu og þeim sem starfa með honum þar grein fyrir stöðu sinni í þessu máli. Það er aknnski aðalatriðið að þeir hafi þá vitað af því að hann á ákveðinna hagsmuna að gæta gagnvart þessari löggjöf,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Þá hefði ekki verið óeðlilegt að hann greindi atvinnuveganefnd frá stöðu sinni. Iðnaðarráðherra gerir samninginn við Matorku með fyrirvara um að frumvarpið sem nú er fyrir atvinnuveganefnd verði samþykkt. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar í gær að þessi samningur gæti skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi. En önnur fyrirtæki, sem væru með um 65 prósent af heimsmarkaðnum, hefðu ekki fengið ívilnanir sem þessar. Jón tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst að að þurfi að skoða það sérstaklega vegna þeirra aðstæðna sem hér eru. Vegna þess fámennis sem hér er að slíkir hlutir séu ekki til þess valdandi að geta skekkt verulega samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Jón. Atvinnuveganefnd hafi því ákveðið að skoða málið betur og aðlaga löggjöfina að þeim aðstæðum sem ríki á Íslandi. Það geti því farið svo að samningur iðnaðarráðherra við Matorku falli um sjálfan sig. „Það er ekkert útilokað að við þessa skoðun komumst við að einhverri slíkri niðurstöðu. En við erum núna í málsmeðferðinni. Þetta hefur vakið upp þessar siðferðilegu spurningar og mér finnst fullt tilefni til að skoða það nánar,“ segir Jón.Alla vega hefur þessi vitneskja sem nú er komin fyrir nefndina orðið þess valdandi að málinu mun seinka eitthvað út úr atvinnuveganefnd?„Já, ég hef ákveðið það að málið verður ekki afgreitt frá okkur áður en við erum búin að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“