Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. mars 2015 20:13 EES samningurinn er munaðarlaus og það stefnir íslenskum hagsmunum í hættu, að mati Sverris Hauks Gunnlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segir starfsmannaeklu, fjársvelti og agaleysi valda mestu en Íslendingum hefur verið stefnt tuttugu og tvisvar sinnum fyrir samningsbrot frá árinu 2012, sem er met. Rætt var um stöðu og horfur EES-samningsins á málþingi í Háskóla Íslands í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur aukna áherslu á að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og efla EES-samninginn. „Menn eru svo vanir fjórfrelsinu á Íslandi, það að geta keypt vörur, keypt þjónustu og geta farið til útlanda í vinnu, að þeir halda að þetta sé allt bara til staðar. Að það þurfi ekki að halda utan um hlutina,“ segir Sverrir Haukur. „Það þarf að halda utan um hlutina því að við verðum að verja ákveðinn trúverðugleika okkar gagnvart bæði EFTA ríkjunum tveimur en ekki síður gagnvart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir hann. „Að við stöndum ákvæði samningsins um tímalengdir og fleira, og fresti, og ef við erum aftast á merinni í sambandinu við innleiðingu þá auðvitað spyrst það út.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að innleiðingarhallinn snúist fyrst og fremst um reglugerðir. „Við höfum greint þennan innleiðingarhalla og hann lýsir sér fyrst og fremst í því að við höfum ekki gefið út reglugerðir,“ segir hann. „Ráðuneytin ráða ekki við það flóð af reglugerðum sem til þeirra streyma og gefa út reglugerðir til a uppfæra stöðu okkar innan EES-samningsins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vel leysanlegt mál. „Staða EES-samningsins að öðru leyti er ágæt.“ Hann segir að áhuginn á að uppfæra samninginn sé takmarkaður af hálfu Evrópusambandsins. „Það breytir því ekki að hann er skýr og allir aðilar sem að honum standa hafa framfylgt honum,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
EES samningurinn er munaðarlaus og það stefnir íslenskum hagsmunum í hættu, að mati Sverris Hauks Gunnlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segir starfsmannaeklu, fjársvelti og agaleysi valda mestu en Íslendingum hefur verið stefnt tuttugu og tvisvar sinnum fyrir samningsbrot frá árinu 2012, sem er met. Rætt var um stöðu og horfur EES-samningsins á málþingi í Háskóla Íslands í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur aukna áherslu á að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og efla EES-samninginn. „Menn eru svo vanir fjórfrelsinu á Íslandi, það að geta keypt vörur, keypt þjónustu og geta farið til útlanda í vinnu, að þeir halda að þetta sé allt bara til staðar. Að það þurfi ekki að halda utan um hlutina,“ segir Sverrir Haukur. „Það þarf að halda utan um hlutina því að við verðum að verja ákveðinn trúverðugleika okkar gagnvart bæði EFTA ríkjunum tveimur en ekki síður gagnvart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir hann. „Að við stöndum ákvæði samningsins um tímalengdir og fleira, og fresti, og ef við erum aftast á merinni í sambandinu við innleiðingu þá auðvitað spyrst það út.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að innleiðingarhallinn snúist fyrst og fremst um reglugerðir. „Við höfum greint þennan innleiðingarhalla og hann lýsir sér fyrst og fremst í því að við höfum ekki gefið út reglugerðir,“ segir hann. „Ráðuneytin ráða ekki við það flóð af reglugerðum sem til þeirra streyma og gefa út reglugerðir til a uppfæra stöðu okkar innan EES-samningsins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vel leysanlegt mál. „Staða EES-samningsins að öðru leyti er ágæt.“ Hann segir að áhuginn á að uppfæra samninginn sé takmarkaður af hálfu Evrópusambandsins. „Það breytir því ekki að hann er skýr og allir aðilar sem að honum standa hafa framfylgt honum,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira