Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. mars 2015 20:13 EES samningurinn er munaðarlaus og það stefnir íslenskum hagsmunum í hættu, að mati Sverris Hauks Gunnlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segir starfsmannaeklu, fjársvelti og agaleysi valda mestu en Íslendingum hefur verið stefnt tuttugu og tvisvar sinnum fyrir samningsbrot frá árinu 2012, sem er met. Rætt var um stöðu og horfur EES-samningsins á málþingi í Háskóla Íslands í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur aukna áherslu á að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og efla EES-samninginn. „Menn eru svo vanir fjórfrelsinu á Íslandi, það að geta keypt vörur, keypt þjónustu og geta farið til útlanda í vinnu, að þeir halda að þetta sé allt bara til staðar. Að það þurfi ekki að halda utan um hlutina,“ segir Sverrir Haukur. „Það þarf að halda utan um hlutina því að við verðum að verja ákveðinn trúverðugleika okkar gagnvart bæði EFTA ríkjunum tveimur en ekki síður gagnvart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir hann. „Að við stöndum ákvæði samningsins um tímalengdir og fleira, og fresti, og ef við erum aftast á merinni í sambandinu við innleiðingu þá auðvitað spyrst það út.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að innleiðingarhallinn snúist fyrst og fremst um reglugerðir. „Við höfum greint þennan innleiðingarhalla og hann lýsir sér fyrst og fremst í því að við höfum ekki gefið út reglugerðir,“ segir hann. „Ráðuneytin ráða ekki við það flóð af reglugerðum sem til þeirra streyma og gefa út reglugerðir til a uppfæra stöðu okkar innan EES-samningsins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vel leysanlegt mál. „Staða EES-samningsins að öðru leyti er ágæt.“ Hann segir að áhuginn á að uppfæra samninginn sé takmarkaður af hálfu Evrópusambandsins. „Það breytir því ekki að hann er skýr og allir aðilar sem að honum standa hafa framfylgt honum,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
EES samningurinn er munaðarlaus og það stefnir íslenskum hagsmunum í hættu, að mati Sverris Hauks Gunnlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segir starfsmannaeklu, fjársvelti og agaleysi valda mestu en Íslendingum hefur verið stefnt tuttugu og tvisvar sinnum fyrir samningsbrot frá árinu 2012, sem er met. Rætt var um stöðu og horfur EES-samningsins á málþingi í Háskóla Íslands í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur aukna áherslu á að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og efla EES-samninginn. „Menn eru svo vanir fjórfrelsinu á Íslandi, það að geta keypt vörur, keypt þjónustu og geta farið til útlanda í vinnu, að þeir halda að þetta sé allt bara til staðar. Að það þurfi ekki að halda utan um hlutina,“ segir Sverrir Haukur. „Það þarf að halda utan um hlutina því að við verðum að verja ákveðinn trúverðugleika okkar gagnvart bæði EFTA ríkjunum tveimur en ekki síður gagnvart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir hann. „Að við stöndum ákvæði samningsins um tímalengdir og fleira, og fresti, og ef við erum aftast á merinni í sambandinu við innleiðingu þá auðvitað spyrst það út.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að innleiðingarhallinn snúist fyrst og fremst um reglugerðir. „Við höfum greint þennan innleiðingarhalla og hann lýsir sér fyrst og fremst í því að við höfum ekki gefið út reglugerðir,“ segir hann. „Ráðuneytin ráða ekki við það flóð af reglugerðum sem til þeirra streyma og gefa út reglugerðir til a uppfæra stöðu okkar innan EES-samningsins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vel leysanlegt mál. „Staða EES-samningsins að öðru leyti er ágæt.“ Hann segir að áhuginn á að uppfæra samninginn sé takmarkaður af hálfu Evrópusambandsins. „Það breytir því ekki að hann er skýr og allir aðilar sem að honum standa hafa framfylgt honum,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira