Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Linda Blöndal skrifar 17. apríl 2015 20:00 Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryk hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. Ísland hafi sérstöðu þegar kemur að loftmengun og því ekki hægt að nota evrópskar mælingar til að fá góðar niðurstöður. Tíðni andláta reiknað með sama hætti í EvrópuSvifryk fór átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk á hverju ári, undanfarin þrjú ár Í borginni, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Leyfilegt er í reglugerð að fara sjö sinnum yfir þessi mörk. Í gær kom fram í fréttum Stöðvar tvö að talið væri að 35 til 72 ótímabær dauðsföll hér á landi mættu rekja til svifryksmengunar. Þar er vitnað í nýja skýrslu Evrópusambandsins um loftgæði en tölurnar byggjast þó ekki á heilbrigðisupplýsingum frá hverju landi heldur á mengunartölum og íbúafjölda sem sett er inn í reiknilíkan. Byggt er á rannsóknum sem sýna tengsl meiri dánartíðni þegar mengun nær ákveðnu marki. Í skýrslunni er talið að á svifryksmengun hafi orsakað jafnvel 600 þúsund ótímabær dauðsföll í Evrópu árið 2011.Reykjavík ólík öðrum EvrópuborgumVilhjálmur Rafnsson hefur rannsakað áhrif umhverfis á heilsufar um árabil, svo sem áhrif mengunar frá Hellisheiðarvirkjun á ótímabær dauðsföll. Hann segir mikilvægt að vita hvort svifryk ógni heilsu manna en Ísland verði að rannsaka sérstaklega, Reykjavík sé ólík öðrum Evrópuborgum. Meiri bílaumferð og þungur iðnaður„Það er mjög brýnt að rannsaka þetta því við höfum ákveðna sérstöðu á Íslandi. Við búum við loftslag sem er einkennandi fyrir Eyjaloftslag, með lægðir sem koma hratt upp að landinu sem við höfum svolítið treyst á að þynni umferðartengda mengun hjá okkur", sagði Vilhjálmur í fréttum stöðvar tvö í kvöld. „En við erum líka með mjög mikið af bílum á mann. Meira en gengur og gerist í Evrópu, við nálgumst Ameríkanana hvað það varðar", segir Vilhjálmur. Hann bætir við að auk þess séum við með þungan iðnað og það nýjasta séu jarðvarmavirkjanir sem séu ekkert langt frá Reykjavík svo dæmi sé tekið. Vilhjámur vill þó ekki segja hvort hér sé dánartíðni hlutfallslega meiri vegna mengunarinnar en í öðrum Evrópuborgum. Hér á landi ríkir einfaldlega óvissa á meðan ekki meira sé rannsakað. Skortur á rannsóknum„Við höfum gert nokkrar rannsóknir á þessu sviði en ekki nóg. Við eigum rannsóknir sem hafa skoðað hvort að umferðartengd mengun tengist astmalyfjanotkun eða hjartalyfjanotkun og hvort tveggja hefur sýnt sig að þar er samband á milli", segir Vilhjálmur og bætir við að ekki sé vitað þó hvort þarna sé orsakasamband. „Það þurfa fleiri rannsóknir að leysa úr", sagði hann. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryk hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. Ísland hafi sérstöðu þegar kemur að loftmengun og því ekki hægt að nota evrópskar mælingar til að fá góðar niðurstöður. Tíðni andláta reiknað með sama hætti í EvrópuSvifryk fór átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk á hverju ári, undanfarin þrjú ár Í borginni, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Leyfilegt er í reglugerð að fara sjö sinnum yfir þessi mörk. Í gær kom fram í fréttum Stöðvar tvö að talið væri að 35 til 72 ótímabær dauðsföll hér á landi mættu rekja til svifryksmengunar. Þar er vitnað í nýja skýrslu Evrópusambandsins um loftgæði en tölurnar byggjast þó ekki á heilbrigðisupplýsingum frá hverju landi heldur á mengunartölum og íbúafjölda sem sett er inn í reiknilíkan. Byggt er á rannsóknum sem sýna tengsl meiri dánartíðni þegar mengun nær ákveðnu marki. Í skýrslunni er talið að á svifryksmengun hafi orsakað jafnvel 600 þúsund ótímabær dauðsföll í Evrópu árið 2011.Reykjavík ólík öðrum EvrópuborgumVilhjálmur Rafnsson hefur rannsakað áhrif umhverfis á heilsufar um árabil, svo sem áhrif mengunar frá Hellisheiðarvirkjun á ótímabær dauðsföll. Hann segir mikilvægt að vita hvort svifryk ógni heilsu manna en Ísland verði að rannsaka sérstaklega, Reykjavík sé ólík öðrum Evrópuborgum. Meiri bílaumferð og þungur iðnaður„Það er mjög brýnt að rannsaka þetta því við höfum ákveðna sérstöðu á Íslandi. Við búum við loftslag sem er einkennandi fyrir Eyjaloftslag, með lægðir sem koma hratt upp að landinu sem við höfum svolítið treyst á að þynni umferðartengda mengun hjá okkur", sagði Vilhjálmur í fréttum stöðvar tvö í kvöld. „En við erum líka með mjög mikið af bílum á mann. Meira en gengur og gerist í Evrópu, við nálgumst Ameríkanana hvað það varðar", segir Vilhjálmur. Hann bætir við að auk þess séum við með þungan iðnað og það nýjasta séu jarðvarmavirkjanir sem séu ekkert langt frá Reykjavík svo dæmi sé tekið. Vilhjámur vill þó ekki segja hvort hér sé dánartíðni hlutfallslega meiri vegna mengunarinnar en í öðrum Evrópuborgum. Hér á landi ríkir einfaldlega óvissa á meðan ekki meira sé rannsakað. Skortur á rannsóknum„Við höfum gert nokkrar rannsóknir á þessu sviði en ekki nóg. Við eigum rannsóknir sem hafa skoðað hvort að umferðartengd mengun tengist astmalyfjanotkun eða hjartalyfjanotkun og hvort tveggja hefur sýnt sig að þar er samband á milli", segir Vilhjálmur og bætir við að ekki sé vitað þó hvort þarna sé orsakasamband. „Það þurfa fleiri rannsóknir að leysa úr", sagði hann.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira