Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Linda Blöndal skrifar 17. apríl 2015 20:00 Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryk hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. Ísland hafi sérstöðu þegar kemur að loftmengun og því ekki hægt að nota evrópskar mælingar til að fá góðar niðurstöður. Tíðni andláta reiknað með sama hætti í EvrópuSvifryk fór átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk á hverju ári, undanfarin þrjú ár Í borginni, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Leyfilegt er í reglugerð að fara sjö sinnum yfir þessi mörk. Í gær kom fram í fréttum Stöðvar tvö að talið væri að 35 til 72 ótímabær dauðsföll hér á landi mættu rekja til svifryksmengunar. Þar er vitnað í nýja skýrslu Evrópusambandsins um loftgæði en tölurnar byggjast þó ekki á heilbrigðisupplýsingum frá hverju landi heldur á mengunartölum og íbúafjölda sem sett er inn í reiknilíkan. Byggt er á rannsóknum sem sýna tengsl meiri dánartíðni þegar mengun nær ákveðnu marki. Í skýrslunni er talið að á svifryksmengun hafi orsakað jafnvel 600 þúsund ótímabær dauðsföll í Evrópu árið 2011.Reykjavík ólík öðrum EvrópuborgumVilhjálmur Rafnsson hefur rannsakað áhrif umhverfis á heilsufar um árabil, svo sem áhrif mengunar frá Hellisheiðarvirkjun á ótímabær dauðsföll. Hann segir mikilvægt að vita hvort svifryk ógni heilsu manna en Ísland verði að rannsaka sérstaklega, Reykjavík sé ólík öðrum Evrópuborgum. Meiri bílaumferð og þungur iðnaður„Það er mjög brýnt að rannsaka þetta því við höfum ákveðna sérstöðu á Íslandi. Við búum við loftslag sem er einkennandi fyrir Eyjaloftslag, með lægðir sem koma hratt upp að landinu sem við höfum svolítið treyst á að þynni umferðartengda mengun hjá okkur", sagði Vilhjálmur í fréttum stöðvar tvö í kvöld. „En við erum líka með mjög mikið af bílum á mann. Meira en gengur og gerist í Evrópu, við nálgumst Ameríkanana hvað það varðar", segir Vilhjálmur. Hann bætir við að auk þess séum við með þungan iðnað og það nýjasta séu jarðvarmavirkjanir sem séu ekkert langt frá Reykjavík svo dæmi sé tekið. Vilhjámur vill þó ekki segja hvort hér sé dánartíðni hlutfallslega meiri vegna mengunarinnar en í öðrum Evrópuborgum. Hér á landi ríkir einfaldlega óvissa á meðan ekki meira sé rannsakað. Skortur á rannsóknum„Við höfum gert nokkrar rannsóknir á þessu sviði en ekki nóg. Við eigum rannsóknir sem hafa skoðað hvort að umferðartengd mengun tengist astmalyfjanotkun eða hjartalyfjanotkun og hvort tveggja hefur sýnt sig að þar er samband á milli", segir Vilhjálmur og bætir við að ekki sé vitað þó hvort þarna sé orsakasamband. „Það þurfa fleiri rannsóknir að leysa úr", sagði hann. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryk hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. Ísland hafi sérstöðu þegar kemur að loftmengun og því ekki hægt að nota evrópskar mælingar til að fá góðar niðurstöður. Tíðni andláta reiknað með sama hætti í EvrópuSvifryk fór átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk á hverju ári, undanfarin þrjú ár Í borginni, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Leyfilegt er í reglugerð að fara sjö sinnum yfir þessi mörk. Í gær kom fram í fréttum Stöðvar tvö að talið væri að 35 til 72 ótímabær dauðsföll hér á landi mættu rekja til svifryksmengunar. Þar er vitnað í nýja skýrslu Evrópusambandsins um loftgæði en tölurnar byggjast þó ekki á heilbrigðisupplýsingum frá hverju landi heldur á mengunartölum og íbúafjölda sem sett er inn í reiknilíkan. Byggt er á rannsóknum sem sýna tengsl meiri dánartíðni þegar mengun nær ákveðnu marki. Í skýrslunni er talið að á svifryksmengun hafi orsakað jafnvel 600 þúsund ótímabær dauðsföll í Evrópu árið 2011.Reykjavík ólík öðrum EvrópuborgumVilhjálmur Rafnsson hefur rannsakað áhrif umhverfis á heilsufar um árabil, svo sem áhrif mengunar frá Hellisheiðarvirkjun á ótímabær dauðsföll. Hann segir mikilvægt að vita hvort svifryk ógni heilsu manna en Ísland verði að rannsaka sérstaklega, Reykjavík sé ólík öðrum Evrópuborgum. Meiri bílaumferð og þungur iðnaður„Það er mjög brýnt að rannsaka þetta því við höfum ákveðna sérstöðu á Íslandi. Við búum við loftslag sem er einkennandi fyrir Eyjaloftslag, með lægðir sem koma hratt upp að landinu sem við höfum svolítið treyst á að þynni umferðartengda mengun hjá okkur", sagði Vilhjálmur í fréttum stöðvar tvö í kvöld. „En við erum líka með mjög mikið af bílum á mann. Meira en gengur og gerist í Evrópu, við nálgumst Ameríkanana hvað það varðar", segir Vilhjálmur. Hann bætir við að auk þess séum við með þungan iðnað og það nýjasta séu jarðvarmavirkjanir sem séu ekkert langt frá Reykjavík svo dæmi sé tekið. Vilhjámur vill þó ekki segja hvort hér sé dánartíðni hlutfallslega meiri vegna mengunarinnar en í öðrum Evrópuborgum. Hér á landi ríkir einfaldlega óvissa á meðan ekki meira sé rannsakað. Skortur á rannsóknum„Við höfum gert nokkrar rannsóknir á þessu sviði en ekki nóg. Við eigum rannsóknir sem hafa skoðað hvort að umferðartengd mengun tengist astmalyfjanotkun eða hjartalyfjanotkun og hvort tveggja hefur sýnt sig að þar er samband á milli", segir Vilhjálmur og bætir við að ekki sé vitað þó hvort þarna sé orsakasamband. „Það þurfa fleiri rannsóknir að leysa úr", sagði hann.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira