Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2015 12:19 Frá björgunarstarfi í gær. Vísir/Ernir Mennirnir tveir sem fórust í flugslysi suður af Hafnarfirði í gær voru báðir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugskóla Íslands en þar kemur fram að tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Samkvæmt flugáætlun var áætlaður brottfarartími vélarinnar kl. 13:45. Hún fór í loftið um kl. 14 og áætlað var að lenda aftur á Reykjavíkurflugvelli upp úr kl. 14:30. Flugskólinn segir flugmennina hafa verið í samskiptum við flugumferðarstjórn í Reykjavík. Byrjuðu þeir á að taka nokkrar snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli og fóru svo á hefðbundið æfingasvæði suður af Hafnarfirði. Neyðarsendir fer svo í gang og þá hóf flugumferðarstjórn í Reykjavík strax að reyna að ná sambandi við vélina. Þegar ekkert svar berst frá flugvélinni var björgunarlið kallað út. Flugskóla Íslands var tilkynnt um óvissuástand af flugumferðarstjórn og að ekki næðist samband við flugvélina. Í kjölfar þess var viðbragðsáætlun skólans vegna flugslysa virkjuð. Flugvélin var ein af fimm samskonar vélum sem Flugskólinn rekur. Ein þeirra hefur verið í rekstri hjá skólanum frá því í febrúar 2014, tvær voru teknar í notkun í ágúst síðastliðnum og tvær nú í nóvember. Vélin sem brotlenti var önnur þeirra. Þessi tegund flugvéla hefur verið í notkun frá árinu 2004 og eru þær í rekstri víða um heim. Flugskólinn vinnur nú með lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa að því að upplýsa um orsakir slyssins. Er hugur allra er hjá aðstandendum flugmannanna, að því er fram kemur í tilkynningunni en öllu skólastarfi Tækniskólans hefur verið aflýst í dag. Öll flugkennsla á vegum Flugskóla Íslands fellur auk þess niður fram yfir helgi af virðingu við hina látnu og aðstandendur þeirra. Þá hefur Flugskólinn kallað starfsmenn og nemendur skólans saman í samstarfi við Rauða kross Íslands síðar í dag. Þar verður þeim veittur stuðningur og upplýsingar. Enn fremur hefur skólinn boðað til opinnar samverustundar í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 15. nóvember kl. 17. Upplýsingar um vélina: Tegund: Tecnam P2002JF Gerð: 2 sæta Einkennisstafir: TF-IFC Skráningarnúmer: 1126 Árgerð: 2015 Raðnúmer: 265 Tekin í notkun: 6.11.2015 Tegund hreyfils: ROTAX 912 S2 Síðasta skoðun: Tekin inn ný í nóvember 2015 Heildarflugtími flugvélar: 16,2 tímar Eigandi: Flugtak ehf. Umráðandi og rekstraraðili: Flugskóli Íslands ehf. Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Mennirnir tveir sem fórust í flugslysi suður af Hafnarfirði í gær voru báðir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugskóla Íslands en þar kemur fram að tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Samkvæmt flugáætlun var áætlaður brottfarartími vélarinnar kl. 13:45. Hún fór í loftið um kl. 14 og áætlað var að lenda aftur á Reykjavíkurflugvelli upp úr kl. 14:30. Flugskólinn segir flugmennina hafa verið í samskiptum við flugumferðarstjórn í Reykjavík. Byrjuðu þeir á að taka nokkrar snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli og fóru svo á hefðbundið æfingasvæði suður af Hafnarfirði. Neyðarsendir fer svo í gang og þá hóf flugumferðarstjórn í Reykjavík strax að reyna að ná sambandi við vélina. Þegar ekkert svar berst frá flugvélinni var björgunarlið kallað út. Flugskóla Íslands var tilkynnt um óvissuástand af flugumferðarstjórn og að ekki næðist samband við flugvélina. Í kjölfar þess var viðbragðsáætlun skólans vegna flugslysa virkjuð. Flugvélin var ein af fimm samskonar vélum sem Flugskólinn rekur. Ein þeirra hefur verið í rekstri hjá skólanum frá því í febrúar 2014, tvær voru teknar í notkun í ágúst síðastliðnum og tvær nú í nóvember. Vélin sem brotlenti var önnur þeirra. Þessi tegund flugvéla hefur verið í notkun frá árinu 2004 og eru þær í rekstri víða um heim. Flugskólinn vinnur nú með lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa að því að upplýsa um orsakir slyssins. Er hugur allra er hjá aðstandendum flugmannanna, að því er fram kemur í tilkynningunni en öllu skólastarfi Tækniskólans hefur verið aflýst í dag. Öll flugkennsla á vegum Flugskóla Íslands fellur auk þess niður fram yfir helgi af virðingu við hina látnu og aðstandendur þeirra. Þá hefur Flugskólinn kallað starfsmenn og nemendur skólans saman í samstarfi við Rauða kross Íslands síðar í dag. Þar verður þeim veittur stuðningur og upplýsingar. Enn fremur hefur skólinn boðað til opinnar samverustundar í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 15. nóvember kl. 17. Upplýsingar um vélina: Tegund: Tecnam P2002JF Gerð: 2 sæta Einkennisstafir: TF-IFC Skráningarnúmer: 1126 Árgerð: 2015 Raðnúmer: 265 Tekin í notkun: 6.11.2015 Tegund hreyfils: ROTAX 912 S2 Síðasta skoðun: Tekin inn ný í nóvember 2015 Heildarflugtími flugvélar: 16,2 tímar Eigandi: Flugtak ehf. Umráðandi og rekstraraðili: Flugskóli Íslands ehf.
Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46