Ný bylting á Beauty Tips: „Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 13:47 Íslenskar konur deila því nú á Beauty Tips hvernig þeim leið og hvað þær gerðu eftir að hafa verið beittar kynferðisofbeldi. vísir/getty Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. Þar deila íslenskar konur því hvernig þeim leið og hvað þær gerðu eftir að hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Tilgangurinn er að benda á að ekki séu til nein rétt viðbrögð við kynferðisofbeldi en Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, setti meðal annars eftirfarandi færslu í hópinn: „Í tilefni umræðna síðustu daga langar mig að benda á að það eru ekki til nein „rétt viðbrögð“ við kynferðisofbeldi. Sumt sem maður gerir eftir á kann að virðast órökrétt, enda er ofbeldi í alla staði órökrétt upplifun. Sjálf hélt ég áfram að mæta í skólann þótt brotamaður minn væri samnemandi minn. Það afsannar ekki að hann beitti mig ofbeldi. Fordæmum ekki viðbrögð annarra, né notum þau gegn þeim. Sýnum skilning. #eftirkynferðisofbeldi“Ekki undarlegt að bregðast við á alls konar hátt Aðspurð hvaða umræðu hún er að vísa í segir Þórdís að hún sé meðal annars að vísa í aðdróttanir þess efnis að vinsamleg samskipti brotaþola og gerenda dragi úr einhvern hátt á líkum þess að afbrot hafi átt sér stað. „Nú er það bara oft þannig að brotaþolar þekkja til þeirra sem brjóta gegn þeim kynferðislega. Þá er því ekkert undarlegt að viðkomandi, sem er oftast í áfalli, bregðist við á alls konar hátt sem kannski við fyrstu sýn kann að virðast órökréttur,“ segir Þórdís. Viðbrögðin séu hins vegar síður en svo órökrétt þegar tekið sé tillit til þess að áfallaviðbrögð eru mjög margvísleg.Þórdís Elva Þorvaldsdóttirvísir/pjeturHætt verði að nota viðbrögð fólks til að grafa undan trúverðugleika þeirra „Í netumræðunni í dag rakst ég á mjög góða samlíkingu þar sem talað var um að fólk sem hefur lifað af flugslys hefur fundist ráfandi við slysstað leitandi að sokkunum sínum. Þetta finnst fólki skiljanlegt því þarna er um að ræða manneskju í gríðarlegu áfalli sem er að gera eitthvað sem kann að virðast órökrétt. Það þýðir þó klárlega ekki að viðkomandi hafi ekki lent í slysi eða skelfilegum atburði. Það er alveg eins með önnur áföll og kynferðisofbeldi er ekkert undanskilið.“ Þórdís segir tíma til kominn að við hættum að nota viðbrögð fólks eftir kynferðisofbeldi til þess að draga úr upplifun þeirra sem verða fyrir áföllum eða grafa undan líkum þess að viðkomandi sé að segja satt.„Ekkert til í mannlegum samskiptum sem hægt er að setja inn í formúlu“En hvaða áhrif gæti þessi bylting haft? „Ég bind vonir við að í þessu tilviki, sem og öðrum, að þá verði áhrifin þau að opna augu fólks að það er ekkert til í mannlegum samskiptum sem hægt er að setja í inn í formúlu eða excel-skjal, og allra síst viðbrögð í órökréttum aðstæðum. Kynferðisofbeldi er mjög órökrétt upplifun og stangast á við allt sem okkur er kennt um kynfrelsi og virðingu við náungann.“ Þórdís segir að það sé svo sannarlega þörf á vitundarvakningu sem þessari miðað við hvernig umræðan sé oft á tíðum í garð brotaþola.„Mér leið eins og ég hefði gert eitthvað af mér“ Hér að neðan má sjá nokkur innlegg kvenna í nýju byltingunni:Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin. Fór í bíó daginn eftir með honum og fleiri vinum. Ég hlaut að hafa misskilið eitthvað svakalega og ég hefði átt að segja nei oftar og ég barðist greinilega ekki nóg á móti, jafnvel þó ég hafi endað með marbletti í hringinn um úlnliði og á fleiri stöðum. Vinir manns gera nefnilega ekki svona. Það rann ekki upp fyrir mér hvað hann gerði fyrren hann nauðgaði annari stelpu. Hvað ef ég hefði getað rökrætt við þessar ljótu tilfinningar?#eftirkynferðisofbeldi#daginneftir#þöggun#langtímaafleiðingarEftir að leigubílstjórinn hafði nauðgað mér neitaði hann að taka greiðslu fyrir bílinn. Mér leið eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Mér leið eins og hefði þegið greiðslu fyrir kynlíf. Eg gat ekki kært hann, því þá kæmi í ljós hvað eg hefði verið ógeðsleg. #eftirkynferðisofbeldiEftir að mér var nauðgað fór ég inn á bað og kveikti á sturtunni. Svo hugsaði ég með mér að ég ætti ekki að fara í sturtu, að maður ætti ekki að fara í sturtu eftir að hafa þolað nauðgun heldur fara beint á neyðarmóttökuna. En svo hugsaði ég að ef ég færi í sturtu, vitandi að ég ætti ekki að fara í sturtu eftir að hafa verið nauðgað, þá myndi það þýða að mér hefði ekki verið nauðgað. Svo ég fór í sturtu - til að sanna fyrir sjálfri mér að mér hefði ekki verið nauðgað. Maður bregst ekki eðlilega við í svona óeðlilegum kringumstæðum! #eftirkynferðisofbeldiÉg hringdi í vin minn grátandi.... Ákvað svo að ég ætti ekki rétt á að gráta því mér fannst þetta vera mín sök svo ég leyfði helgini að líða án þess að segja neitt & mætti svo í skólan á mánudeginum og lét sem ekkert hefði gerst... Á þriðjudeginum gat ég ekki meir & sagði frá#eftirkynferðisofbeldi #daginneftir#ekkimínsök#eftirkynferðisofbeldi Tweets Tengdar fréttir Þóra Tómasdóttir: „Faðir barnsins míns réðist á mig ólétta og lamdi mig“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segist styðja rétt þolenda til að segja frá ofbeldi. 1. júní 2015 13:21 Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Borgarstjórn bregst við Beauty Tips-byltingunni Lætur svonefnda ofbeldisvarnarnefnd vinna að tillögum um betra forvarnarstarf vegna kynferðisofbeldis. 16. júní 2015 23:31 Átakið #þöggun ratar út fyrir landsteinana Gular og appelsínugular forsíðumyndir fara eins og eldur í sinu um Facebook. 9. júní 2015 21:50 Skipuleggjanda Druslugöngunnar var hópnauðgað: „Það skiptir miklu máli að segja frá“ Eva Brá Önnudóttir hefur glímt við áfallastreituröskun í kjölfar kynferðisofbeldis. Hún segir mikilvægt að ræða um röskunina, sem sé erfið fyrir bæði þolendur og aðstandendur. 23. júlí 2015 21:30 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Ný bylting íslenskra kvenna í baráttunni gegn kynferðisofbeldi hófst í Facebook-hópnum Beauty Tips í morgun undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. Þar deila íslenskar konur því hvernig þeim leið og hvað þær gerðu eftir að hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Tilgangurinn er að benda á að ekki séu til nein rétt viðbrögð við kynferðisofbeldi en Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, setti meðal annars eftirfarandi færslu í hópinn: „Í tilefni umræðna síðustu daga langar mig að benda á að það eru ekki til nein „rétt viðbrögð“ við kynferðisofbeldi. Sumt sem maður gerir eftir á kann að virðast órökrétt, enda er ofbeldi í alla staði órökrétt upplifun. Sjálf hélt ég áfram að mæta í skólann þótt brotamaður minn væri samnemandi minn. Það afsannar ekki að hann beitti mig ofbeldi. Fordæmum ekki viðbrögð annarra, né notum þau gegn þeim. Sýnum skilning. #eftirkynferðisofbeldi“Ekki undarlegt að bregðast við á alls konar hátt Aðspurð hvaða umræðu hún er að vísa í segir Þórdís að hún sé meðal annars að vísa í aðdróttanir þess efnis að vinsamleg samskipti brotaþola og gerenda dragi úr einhvern hátt á líkum þess að afbrot hafi átt sér stað. „Nú er það bara oft þannig að brotaþolar þekkja til þeirra sem brjóta gegn þeim kynferðislega. Þá er því ekkert undarlegt að viðkomandi, sem er oftast í áfalli, bregðist við á alls konar hátt sem kannski við fyrstu sýn kann að virðast órökréttur,“ segir Þórdís. Viðbrögðin séu hins vegar síður en svo órökrétt þegar tekið sé tillit til þess að áfallaviðbrögð eru mjög margvísleg.Þórdís Elva Þorvaldsdóttirvísir/pjeturHætt verði að nota viðbrögð fólks til að grafa undan trúverðugleika þeirra „Í netumræðunni í dag rakst ég á mjög góða samlíkingu þar sem talað var um að fólk sem hefur lifað af flugslys hefur fundist ráfandi við slysstað leitandi að sokkunum sínum. Þetta finnst fólki skiljanlegt því þarna er um að ræða manneskju í gríðarlegu áfalli sem er að gera eitthvað sem kann að virðast órökrétt. Það þýðir þó klárlega ekki að viðkomandi hafi ekki lent í slysi eða skelfilegum atburði. Það er alveg eins með önnur áföll og kynferðisofbeldi er ekkert undanskilið.“ Þórdís segir tíma til kominn að við hættum að nota viðbrögð fólks eftir kynferðisofbeldi til þess að draga úr upplifun þeirra sem verða fyrir áföllum eða grafa undan líkum þess að viðkomandi sé að segja satt.„Ekkert til í mannlegum samskiptum sem hægt er að setja inn í formúlu“En hvaða áhrif gæti þessi bylting haft? „Ég bind vonir við að í þessu tilviki, sem og öðrum, að þá verði áhrifin þau að opna augu fólks að það er ekkert til í mannlegum samskiptum sem hægt er að setja í inn í formúlu eða excel-skjal, og allra síst viðbrögð í órökréttum aðstæðum. Kynferðisofbeldi er mjög órökrétt upplifun og stangast á við allt sem okkur er kennt um kynfrelsi og virðingu við náungann.“ Þórdís segir að það sé svo sannarlega þörf á vitundarvakningu sem þessari miðað við hvernig umræðan sé oft á tíðum í garð brotaþola.„Mér leið eins og ég hefði gert eitthvað af mér“ Hér að neðan má sjá nokkur innlegg kvenna í nýju byltingunni:Ég hélt áfram að kalla minn nauðgara vin. Fór í bíó daginn eftir með honum og fleiri vinum. Ég hlaut að hafa misskilið eitthvað svakalega og ég hefði átt að segja nei oftar og ég barðist greinilega ekki nóg á móti, jafnvel þó ég hafi endað með marbletti í hringinn um úlnliði og á fleiri stöðum. Vinir manns gera nefnilega ekki svona. Það rann ekki upp fyrir mér hvað hann gerði fyrren hann nauðgaði annari stelpu. Hvað ef ég hefði getað rökrætt við þessar ljótu tilfinningar?#eftirkynferðisofbeldi#daginneftir#þöggun#langtímaafleiðingarEftir að leigubílstjórinn hafði nauðgað mér neitaði hann að taka greiðslu fyrir bílinn. Mér leið eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Mér leið eins og hefði þegið greiðslu fyrir kynlíf. Eg gat ekki kært hann, því þá kæmi í ljós hvað eg hefði verið ógeðsleg. #eftirkynferðisofbeldiEftir að mér var nauðgað fór ég inn á bað og kveikti á sturtunni. Svo hugsaði ég með mér að ég ætti ekki að fara í sturtu, að maður ætti ekki að fara í sturtu eftir að hafa þolað nauðgun heldur fara beint á neyðarmóttökuna. En svo hugsaði ég að ef ég færi í sturtu, vitandi að ég ætti ekki að fara í sturtu eftir að hafa verið nauðgað, þá myndi það þýða að mér hefði ekki verið nauðgað. Svo ég fór í sturtu - til að sanna fyrir sjálfri mér að mér hefði ekki verið nauðgað. Maður bregst ekki eðlilega við í svona óeðlilegum kringumstæðum! #eftirkynferðisofbeldiÉg hringdi í vin minn grátandi.... Ákvað svo að ég ætti ekki rétt á að gráta því mér fannst þetta vera mín sök svo ég leyfði helgini að líða án þess að segja neitt & mætti svo í skólan á mánudeginum og lét sem ekkert hefði gerst... Á þriðjudeginum gat ég ekki meir & sagði frá#eftirkynferðisofbeldi #daginneftir#ekkimínsök#eftirkynferðisofbeldi Tweets
Tengdar fréttir Þóra Tómasdóttir: „Faðir barnsins míns réðist á mig ólétta og lamdi mig“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segist styðja rétt þolenda til að segja frá ofbeldi. 1. júní 2015 13:21 Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Borgarstjórn bregst við Beauty Tips-byltingunni Lætur svonefnda ofbeldisvarnarnefnd vinna að tillögum um betra forvarnarstarf vegna kynferðisofbeldis. 16. júní 2015 23:31 Átakið #þöggun ratar út fyrir landsteinana Gular og appelsínugular forsíðumyndir fara eins og eldur í sinu um Facebook. 9. júní 2015 21:50 Skipuleggjanda Druslugöngunnar var hópnauðgað: „Það skiptir miklu máli að segja frá“ Eva Brá Önnudóttir hefur glímt við áfallastreituröskun í kjölfar kynferðisofbeldis. Hún segir mikilvægt að ræða um röskunina, sem sé erfið fyrir bæði þolendur og aðstandendur. 23. júlí 2015 21:30 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Þóra Tómasdóttir: „Faðir barnsins míns réðist á mig ólétta og lamdi mig“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segist styðja rétt þolenda til að segja frá ofbeldi. 1. júní 2015 13:21
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Borgarstjórn bregst við Beauty Tips-byltingunni Lætur svonefnda ofbeldisvarnarnefnd vinna að tillögum um betra forvarnarstarf vegna kynferðisofbeldis. 16. júní 2015 23:31
Átakið #þöggun ratar út fyrir landsteinana Gular og appelsínugular forsíðumyndir fara eins og eldur í sinu um Facebook. 9. júní 2015 21:50
Skipuleggjanda Druslugöngunnar var hópnauðgað: „Það skiptir miklu máli að segja frá“ Eva Brá Önnudóttir hefur glímt við áfallastreituröskun í kjölfar kynferðisofbeldis. Hún segir mikilvægt að ræða um röskunina, sem sé erfið fyrir bæði þolendur og aðstandendur. 23. júlí 2015 21:30
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06