Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. júní 2015 19:06 Annasamt hefur verið hjá Stígamótum í kjölfar hinnar svokölluðu Beauty Tips byltingar og fjölmargir þolendur hafa haft samband síðustu daga til þess að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Undanfarna daga hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi inn á Facebook hópnum Beauty Tips. „Eftir að þetta kom upp á Facebook, þá hefur síminn varla þagnað, netspjallið okkar, tölvupósturinn og allt. Þetta hefur skilað sér beint hingað inn,” segir Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en myndbandsútgáfa fréttarinnar er væntanleg á vefinn innan skamms. Biðlistar eftir viðtölum hafa lengst og ráðgjafar vinna lengri vinnudaga til þess að reyna anna eftirspurninni. „Ég veit ekki hversu mikil aukning en við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu. Hún skilar sér beint hingað inn.” Þórunn segir oft vera samhengi milli fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðisofbeldi og aukinnar aðsóknar til Stígamóta. Það hafi til að mynda verið raunin eftir að mál tengd Karli Vigni Þorsteinssyni komu fram í kastljósið en þar voru flestir brotaþolar karlar. „Svo núna eftir þessa umræðu og byltingu með Beauty Tips þá eru þetta konurnar sem hafa kannski verið að skrifa eða segja eða vinkonur sem skila sér hingað inn.“ Þórunn segir mikilvægt að færa ábyrgðina yfir á gerendur. „Umræðan þarf að snúast um að það eru einhverjir sem eru að beita þessu ofbeldi. Og þetta er eins og við höfum alltaf sagt og höldum áfram að segja, þetta er samfélagslegt vandamál og þetta kemur öllum við.Við þurfum að að ákveða í hvernig samfélagi viljum við búa og hvaða hegðun við samþykkjum og hvað ekki. Og hver ber ábyrgðina á glæpum sem eru framdir.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Annasamt hefur verið hjá Stígamótum í kjölfar hinnar svokölluðu Beauty Tips byltingar og fjölmargir þolendur hafa haft samband síðustu daga til þess að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Undanfarna daga hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi inn á Facebook hópnum Beauty Tips. „Eftir að þetta kom upp á Facebook, þá hefur síminn varla þagnað, netspjallið okkar, tölvupósturinn og allt. Þetta hefur skilað sér beint hingað inn,” segir Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en myndbandsútgáfa fréttarinnar er væntanleg á vefinn innan skamms. Biðlistar eftir viðtölum hafa lengst og ráðgjafar vinna lengri vinnudaga til þess að reyna anna eftirspurninni. „Ég veit ekki hversu mikil aukning en við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu. Hún skilar sér beint hingað inn.” Þórunn segir oft vera samhengi milli fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðisofbeldi og aukinnar aðsóknar til Stígamóta. Það hafi til að mynda verið raunin eftir að mál tengd Karli Vigni Þorsteinssyni komu fram í kastljósið en þar voru flestir brotaþolar karlar. „Svo núna eftir þessa umræðu og byltingu með Beauty Tips þá eru þetta konurnar sem hafa kannski verið að skrifa eða segja eða vinkonur sem skila sér hingað inn.“ Þórunn segir mikilvægt að færa ábyrgðina yfir á gerendur. „Umræðan þarf að snúast um að það eru einhverjir sem eru að beita þessu ofbeldi. Og þetta er eins og við höfum alltaf sagt og höldum áfram að segja, þetta er samfélagslegt vandamál og þetta kemur öllum við.Við þurfum að að ákveða í hvernig samfélagi viljum við búa og hvaða hegðun við samþykkjum og hvað ekki. Og hver ber ábyrgðina á glæpum sem eru framdir.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira