Átakið #þöggun ratar út fyrir landsteinana Bjarki Ármannsson skrifar 9. júní 2015 21:50 Myndirnar hafa vart farið fram hjá íslenskum Facebook-notendum. Nýtt vitundarvakningarátak, sem felst í því að skipta út forsíðumynd á Facebook fyrir aðra hvora myndina hér að ofan, fer nú eins og eldur í sinu um íslenskt Facebook-samfélag. Notkun myndanna á að vekja fólk til umhugsunar um hversu algengt kynferðisofbeldi er hér á landi. Þeir sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi geta vakið athygli á því með því að setja appelsínugulu myndina á Facebook-síðu sína. Þeir sem þekkja einhvern sem orðið hefur fyrir slíku ofbeldi, geta notað gulu myndina. Einnig er hægt að nota blöndu af báðum ef við á. Myndirnar hafa ratað víða undanfarna daga og í kvöld er fjallað um átakið á vef breska dagblaðsins The Independent. Þar eru myndirnar sagðar „einfaldar en áhrifaríkar“ og ýjað að því að þær gætu ratað á Facebook-síður á Bretlandi og víðar. Átakið á rætur sínar að rekja til frásagna af kynferðisofbeldi af ýmsum toga sem íslenskar konur og stúlkur hafa deilt í Facebook-hópnum Beauty Tips að undanförnu. Hundruð kvenna hafa deilt slíkum sögum, oft með myllumerkjunum #þöggun og #konurtala, til að vekja athygli á kynferðisofbeldisvandanum og varpa ábyrgðinni af þolendum á gerendur. Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Stjórnandi Beauty tips segir álagið gríðarlegt “Ég veit ekkert hvernig mér á að líða, ég er bæði stressuð og gríðarlega stolt á sama tíma,” segir Áslaug María stofnandi Beauty tips. 2. júní 2015 08:30 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Nýtt vitundarvakningarátak, sem felst í því að skipta út forsíðumynd á Facebook fyrir aðra hvora myndina hér að ofan, fer nú eins og eldur í sinu um íslenskt Facebook-samfélag. Notkun myndanna á að vekja fólk til umhugsunar um hversu algengt kynferðisofbeldi er hér á landi. Þeir sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi geta vakið athygli á því með því að setja appelsínugulu myndina á Facebook-síðu sína. Þeir sem þekkja einhvern sem orðið hefur fyrir slíku ofbeldi, geta notað gulu myndina. Einnig er hægt að nota blöndu af báðum ef við á. Myndirnar hafa ratað víða undanfarna daga og í kvöld er fjallað um átakið á vef breska dagblaðsins The Independent. Þar eru myndirnar sagðar „einfaldar en áhrifaríkar“ og ýjað að því að þær gætu ratað á Facebook-síður á Bretlandi og víðar. Átakið á rætur sínar að rekja til frásagna af kynferðisofbeldi af ýmsum toga sem íslenskar konur og stúlkur hafa deilt í Facebook-hópnum Beauty Tips að undanförnu. Hundruð kvenna hafa deilt slíkum sögum, oft með myllumerkjunum #þöggun og #konurtala, til að vekja athygli á kynferðisofbeldisvandanum og varpa ábyrgðinni af þolendum á gerendur.
Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Stjórnandi Beauty tips segir álagið gríðarlegt “Ég veit ekkert hvernig mér á að líða, ég er bæði stressuð og gríðarlega stolt á sama tíma,” segir Áslaug María stofnandi Beauty tips. 2. júní 2015 08:30 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49
Stjórnandi Beauty tips segir álagið gríðarlegt “Ég veit ekkert hvernig mér á að líða, ég er bæði stressuð og gríðarlega stolt á sama tíma,” segir Áslaug María stofnandi Beauty tips. 2. júní 2015 08:30
Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00
Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06