Skipuleggjanda Druslugöngunnar var hópnauðgað: „Það skiptir miklu máli að segja frá“ Bjarki Ármannsson skrifar 23. júlí 2015 21:30 „Það er ótrúlegur léttir að segja frá,“ segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Vísir „Það er ótrúlegur léttir að segja frá,“ segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar hópnauðgunar. Evu var nauðgað af þremur mönnum fyrir ekki svo löngu síðan og hún segist enn bera ósýnilega áverka ofbeldisins sem hún varð fyrir. „Ég get til dæmis ekki hlustað á tónlist þegar ég er ein heima,“ segir Eva Brá. „Ef einhver gengur framhjá húsinu mínu þegar ég er að hlusta á tónlist, þá slekk ég svo enginn heyri að ég sé heima. Bara núna í þessari viku hafði nágranni minn læst sig úti og var að banka á gluggann minn en ég fór í svo mikið „panic-mode“ að ég skreið bara í sturtu og þorði ekki að kíkja út.“ Eva lýsti reynslu sinni af áfallastreituröskun í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli í dag. Með færslunni birtir hún myndir af mari á fótleggjum sínum sem hún segist hafa fengið við að þrýsta fótum sínum saman í svefni vegna martraða tengdum áfallastreituröskuninni. Hún segir aukna umræðu um kynferðisofbeldi, fyrst og fremst með Druslugöngunni og Beauty Tips-byltingunni svokölluðu, ástæðuna fyrir því að hún þori nú að segja frá því að henni hafi verið nauðgað, en þar til í dag vissu aðeins nánustu vinir Evu af því. „Fyrir mánuði hefði ég örugglega ekki getað sagt frá þessu,“ segir hún. „Mér fannst mikilvægt að segja frá áfallastreituröskun, því mjög margir þolendur burðast með hana ótrúlega lengi. Hún hefur mikil áhrif á daglegt líf þitt, en það er ekkert sérstaklega mikil umræða um hana. Hvernig hún birtist, hvaða afleiðingar hún hefur.“ Til að mynda segir Eva það mjög erfitt að vera aðstandandi manneskju með áfallastreituröskun. „Nú skilur fjölskylda mín margt í hegðun minni, því þau vita hvað það var sem ég var að glíma við.“ Eva segir þrjár konur, sem allar lýsi svipaðri reynslu og hún, hafa haft samband við hana frá því að hún birti færsluna á Facebook til að þakka henni. „Mér þykir mjög vænt um það,“ segir hún. „Það sýnir hvað það skiptir miklu máli að segja frá.“ Færslu Evu Brár í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.Fyrir ekki svo löngu síðan var mér nauðgað af þremur mönnum. (Fyrirgefðu mamma og allir hinir sem ég elska sem eru fyrst...Posted by Eva Brá Önnudóttir on 23. júlí 2015 Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Dyravörður á Druslupeppi áreitti stúlkur Maðurinn er kominn á bannlista eftir að hafa beðið stúlkur að fara í sleik ef þær vildu komast inn og kallað skipuleggjendur feministatussur. 23. júlí 2015 18:44 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Það er ótrúlegur léttir að segja frá,“ segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar hópnauðgunar. Evu var nauðgað af þremur mönnum fyrir ekki svo löngu síðan og hún segist enn bera ósýnilega áverka ofbeldisins sem hún varð fyrir. „Ég get til dæmis ekki hlustað á tónlist þegar ég er ein heima,“ segir Eva Brá. „Ef einhver gengur framhjá húsinu mínu þegar ég er að hlusta á tónlist, þá slekk ég svo enginn heyri að ég sé heima. Bara núna í þessari viku hafði nágranni minn læst sig úti og var að banka á gluggann minn en ég fór í svo mikið „panic-mode“ að ég skreið bara í sturtu og þorði ekki að kíkja út.“ Eva lýsti reynslu sinni af áfallastreituröskun í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli í dag. Með færslunni birtir hún myndir af mari á fótleggjum sínum sem hún segist hafa fengið við að þrýsta fótum sínum saman í svefni vegna martraða tengdum áfallastreituröskuninni. Hún segir aukna umræðu um kynferðisofbeldi, fyrst og fremst með Druslugöngunni og Beauty Tips-byltingunni svokölluðu, ástæðuna fyrir því að hún þori nú að segja frá því að henni hafi verið nauðgað, en þar til í dag vissu aðeins nánustu vinir Evu af því. „Fyrir mánuði hefði ég örugglega ekki getað sagt frá þessu,“ segir hún. „Mér fannst mikilvægt að segja frá áfallastreituröskun, því mjög margir þolendur burðast með hana ótrúlega lengi. Hún hefur mikil áhrif á daglegt líf þitt, en það er ekkert sérstaklega mikil umræða um hana. Hvernig hún birtist, hvaða afleiðingar hún hefur.“ Til að mynda segir Eva það mjög erfitt að vera aðstandandi manneskju með áfallastreituröskun. „Nú skilur fjölskylda mín margt í hegðun minni, því þau vita hvað það var sem ég var að glíma við.“ Eva segir þrjár konur, sem allar lýsi svipaðri reynslu og hún, hafa haft samband við hana frá því að hún birti færsluna á Facebook til að þakka henni. „Mér þykir mjög vænt um það,“ segir hún. „Það sýnir hvað það skiptir miklu máli að segja frá.“ Færslu Evu Brár í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.Fyrir ekki svo löngu síðan var mér nauðgað af þremur mönnum. (Fyrirgefðu mamma og allir hinir sem ég elska sem eru fyrst...Posted by Eva Brá Önnudóttir on 23. júlí 2015
Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Dyravörður á Druslupeppi áreitti stúlkur Maðurinn er kominn á bannlista eftir að hafa beðið stúlkur að fara í sleik ef þær vildu komast inn og kallað skipuleggjendur feministatussur. 23. júlí 2015 18:44 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07
Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49
Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00
Dyravörður á Druslupeppi áreitti stúlkur Maðurinn er kominn á bannlista eftir að hafa beðið stúlkur að fara í sleik ef þær vildu komast inn og kallað skipuleggjendur feministatussur. 23. júlí 2015 18:44
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06