„...og upplýsi um leið að maðurinn sem á pappírum til er skráður faðir barnsins míns réðist á mig ólétta og lamdi mig,“ segir Þóra.
Sögurnar streyma inn á Beauty tips og hafa sumar velt því fyrir sér hvort tími sé kominn til að nafngreina meinta kynferðisbrotamenn. Sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður segir máli skipta hvort viðkomandi hafi hlotið dóm fyrir brot sín eða ekki.
Þóra segir umræðuna á Beauty tips viðbrögð við gölluðu kerfi sem bregðist þolendum ofbeldis.
„Ég hef komist að því að það er sérstakur staður í helvíti fyrir svona menn.“