Innlent

„Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá útibúi Landsbankans í Borgartúni í dag.
Frá útibúi Landsbankans í Borgartúni í dag. vísir/sverrir
Mennirnir tveir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni, en upphæðin er óveruleg. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsbankinn sendi frá sér á þriðja tímanum í dag.

Þar segir að mennirnir hafi haft í hótunum við starfsfólk og krafist fjármuna. Engan hafi sakast, sem sé fyrir mestu, og að starfsfólk hafi brugðist rétt við í erfiðum aðstæðum.

Tilkynninguna má sjá í heild hér:



Skömmu eftir hádegi í dag var framið vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni. Tveir vopnaðir menn komu inn í útibúið, höfðu í hótunum við starfsfólk og kröfðust fjármuna.

Þeir tóku einhverja fjármuni með sér en upphæðin er óveruleg. Enginn meiddist sem er fyrir mestu og starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum.


Lögregla leitar nú mannanna tveggja og hefur birt af þeim myndir, líkt og sjá má í þessari frétt hér.


Tengdar fréttir

Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð

Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag.

Bankarán í Borgartúni

Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×