Lífið

Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ránið átti sér stað klukkan hálf tvö í dag.
Ránið átti sér stað klukkan hálf tvö í dag. vísir/sverrir
Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag.

Eins og vanalega þegar svona stór mál koma upp í samfélaginu fer samskiptamiðillinn Twitter á hliðina og er enginn undantekning á því að þessu sinni.

Borgartúnið hefur borist í dag og eru þjófarnir gagnrýndir fyrir að velja stað með eins slakri flótaleið og Borgartúnið er.

Mennirnir tveir komu vopnaðir skammbyssu og hníf inn í bankann og höfðu á brott með sér fjármuni. Ekki liggur fyrir um hve mikið fjár ræðir og ekki hefur fengist staðfest hvort um alvöru byssa sé að ræða eða ekki.

Útibúinu var í kjölfarið lokað og starfsfólkinu boðin áfallahjálp. Þá mætti víkingasveitin á svæðið. Engin slys munu hafa orðið á fólki.

Samkvæmt sjónvarvottum unnu mennirnir verulegar skemmdir á innanstokksmunum bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×