Pólitísk kollsteypa eftir þingkosningar á Spáni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. desember 2015 07:00 Pablo Iglesias og flokkur hans Podemos fagna góðum árangri. Ríkisstjórn Spánar er fallin eftir að Spánverjar gengu að kjörborðinu í gær. Þjóðarflokkurinn, flokkur Marianos Rajoy forsætisráðherra, náði hreinum meirihluta í neðri deild spænska þingsins árið 2011 en hefur nú misst meirihlutann. Þjóðarflokkurinn er þó stærstur allra flokka með 26,8 prósent atkvæða og gæti freistað þess að mynda minnihlutastjórn. Þetta kom fram í útgönguspám en gert er ráð fyrir að endanleg úrslit liggi fyrir á næstu dögum. Enginn einn flokkur náði hreinum meirihluta og því er ljóst að flokkarnir þurfa að ná saman um samsteypustjórn. Það verður í fyrsta sinn sem samsteypustjórn er mynduð á Spáni frá því að lýðræði var komið á fót árið 1978. Tveir flokkar fögnuðu miklum árangri í kosningunum. Vinstri flokkurinn Podemos fékk 21,7 prósent atkvæða og flokkurinn Ciudadanos fékk 15,2 prósent atkvæða. Podemos er róttækur vinstriflokkur sem hefur gagnrýnt spillingu á Spáni og óréttlæti aðhaldsaðgerða stjórnvalda og Evrópusambandsins. Podemos svipar mikið til SYRIZA í Grikklandi enda eru Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, mestu mátar. Ciudadanos er frjálslyndur vinstriflokkur sem var stofnaður til að berjast gegn þjóðernishyggju í Katalóníu og berst fyrir aukinni evrópskri samvinnu. Þá fékk Sósíalistaflokkurinn verstu útreið í sögu sinni með 20,5 prósentum atkvæða.Efnahagsmál Spánar voru í brennidepli en ríkisstjórn Rajoys hefur staðið í erfiðum niðurskurði og skattahækkunum undanfarin ár til að tryggja afkomu Spánar eftir efnahagshrunið. Rajoy hefur sagt að ríkisstjórn hans hafi skilað góðu búi en til að mynda er 3,3 prósenta hagvexti spáð á Spáni á næsta ári. Þrátt fyrir að hafa komið í veg fyrir þjóðargjaldþrot er atvinnuleysi 21 prósent ásamt því að ólga vegna sjálfstæðistilburða Katalóníu er mikil. Þetta hefur vakið upp mikla óánægju innan Spánar og virðast kjósendur afhuga hinum hefðbundnu flokkum, Þjóðarflokknum og Sósíalistaflokknum. Óvíst er hvert leiðtogarnir muni leita til að freista þess að mynda ríkisstjórn en margir telja Podemos vera eitt allsherjar spurningarmerki og til að mynda birti dagblaðið El Mundo fyrirsögnina „Hættan á óstjórn er raunveruleg“ á forsíðu sinni í gær. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Ríkisstjórn Spánar er fallin eftir að Spánverjar gengu að kjörborðinu í gær. Þjóðarflokkurinn, flokkur Marianos Rajoy forsætisráðherra, náði hreinum meirihluta í neðri deild spænska þingsins árið 2011 en hefur nú misst meirihlutann. Þjóðarflokkurinn er þó stærstur allra flokka með 26,8 prósent atkvæða og gæti freistað þess að mynda minnihlutastjórn. Þetta kom fram í útgönguspám en gert er ráð fyrir að endanleg úrslit liggi fyrir á næstu dögum. Enginn einn flokkur náði hreinum meirihluta og því er ljóst að flokkarnir þurfa að ná saman um samsteypustjórn. Það verður í fyrsta sinn sem samsteypustjórn er mynduð á Spáni frá því að lýðræði var komið á fót árið 1978. Tveir flokkar fögnuðu miklum árangri í kosningunum. Vinstri flokkurinn Podemos fékk 21,7 prósent atkvæða og flokkurinn Ciudadanos fékk 15,2 prósent atkvæða. Podemos er róttækur vinstriflokkur sem hefur gagnrýnt spillingu á Spáni og óréttlæti aðhaldsaðgerða stjórnvalda og Evrópusambandsins. Podemos svipar mikið til SYRIZA í Grikklandi enda eru Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, mestu mátar. Ciudadanos er frjálslyndur vinstriflokkur sem var stofnaður til að berjast gegn þjóðernishyggju í Katalóníu og berst fyrir aukinni evrópskri samvinnu. Þá fékk Sósíalistaflokkurinn verstu útreið í sögu sinni með 20,5 prósentum atkvæða.Efnahagsmál Spánar voru í brennidepli en ríkisstjórn Rajoys hefur staðið í erfiðum niðurskurði og skattahækkunum undanfarin ár til að tryggja afkomu Spánar eftir efnahagshrunið. Rajoy hefur sagt að ríkisstjórn hans hafi skilað góðu búi en til að mynda er 3,3 prósenta hagvexti spáð á Spáni á næsta ári. Þrátt fyrir að hafa komið í veg fyrir þjóðargjaldþrot er atvinnuleysi 21 prósent ásamt því að ólga vegna sjálfstæðistilburða Katalóníu er mikil. Þetta hefur vakið upp mikla óánægju innan Spánar og virðast kjósendur afhuga hinum hefðbundnu flokkum, Þjóðarflokknum og Sósíalistaflokknum. Óvíst er hvert leiðtogarnir muni leita til að freista þess að mynda ríkisstjórn en margir telja Podemos vera eitt allsherjar spurningarmerki og til að mynda birti dagblaðið El Mundo fyrirsögnina „Hættan á óstjórn er raunveruleg“ á forsíðu sinni í gær.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira