Rússar sagðir hafa fellt fjölda borgara í loftárásum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2015 12:54 Frá störfum björgunarmanna í Idlib. Vísir/AFP Mikill fjöldi almennra borgar féll í loftárásum á borgina Idlib í Sýrlandi í gær. Talið er að Rússar hafi gert árásirnar, en björgunarmenn segja að minnst sex árásir hafi verið gerðar markað í miðborg Idlib. Minnst 70 eru sagðir vera látnir og rúmlega 150 særðir. Björgunarmaður sem ræddi við fréttamenn Reuters segir að enn sé verið að ná líkum úr rústunum. Frá því að Rússar hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í lok september hafa þeir og sýrlenski herinn, verið sakaðir um að hafa valdið miklu mannfalli með loftárásum á borgaraleg skotmörk, langt frá víglínum í landinu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sökuðu í gær Rússa og stjórnarherinn um að nota klasasprengjur í Sýrlandi. Fjölmörg lönd hafa skrifað undir sáttmála um að banna notkun klasasprengja, sem dreifa smærri sprengjum yfir stórt svæði. Sumar þessara litlu sprengja springa þó ekki og geta skaðað almenna borgara árum seinna. Hægt er að sjá yfirlit yfir hverjir hafa skrifað undir sáttmálann hér.AFP fréttaveitan fjallaði um ásakanir HRW, en mannréttindasamtökin segjast vita um 20 tilvik þar sem klasasprengjum hefur verið varpað yfir sýrlandi. Þá hafa samtökin safnað upplýsingum um níu af þeim árásum og segja minnst 35 borgara hafa fallið í þeim. Þar af fimm konur og 17 börn. Þá hefur stjórnarherinn í Sýrlandi margsinnis verið sakaður um að varpa svokölluðum tunnusprengjum á borgir og bæi. Tunnusprengjur eru í raun tunnur sem fylltar eru af sprengiefni og hlutum eins og nöglum og kúlulegum, sem mynda sprengjubrot, og er þeim varpað úr þyrlum. Notkun þeirra hefur margsinnis verið skrásett. Rúmlega 250 þúsund manns hafa fallið í átökum frá því borgarastyrjöldin hóst í Sýrlandi í mars 2011. Milljónir hafa yfirgefið heimili sín og Sýrland vegna átakanna.New ISW #Russia airstrikes in #Syria. More Russia disinformation on strikes ahead of talks. https://t.co/nni3psKxZq pic.twitter.com/wILd508cI0— ISW (@TheStudyofWar) December 18, 2015 >/center> Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Sjá meira
Mikill fjöldi almennra borgar féll í loftárásum á borgina Idlib í Sýrlandi í gær. Talið er að Rússar hafi gert árásirnar, en björgunarmenn segja að minnst sex árásir hafi verið gerðar markað í miðborg Idlib. Minnst 70 eru sagðir vera látnir og rúmlega 150 særðir. Björgunarmaður sem ræddi við fréttamenn Reuters segir að enn sé verið að ná líkum úr rústunum. Frá því að Rússar hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í lok september hafa þeir og sýrlenski herinn, verið sakaðir um að hafa valdið miklu mannfalli með loftárásum á borgaraleg skotmörk, langt frá víglínum í landinu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sökuðu í gær Rússa og stjórnarherinn um að nota klasasprengjur í Sýrlandi. Fjölmörg lönd hafa skrifað undir sáttmála um að banna notkun klasasprengja, sem dreifa smærri sprengjum yfir stórt svæði. Sumar þessara litlu sprengja springa þó ekki og geta skaðað almenna borgara árum seinna. Hægt er að sjá yfirlit yfir hverjir hafa skrifað undir sáttmálann hér.AFP fréttaveitan fjallaði um ásakanir HRW, en mannréttindasamtökin segjast vita um 20 tilvik þar sem klasasprengjum hefur verið varpað yfir sýrlandi. Þá hafa samtökin safnað upplýsingum um níu af þeim árásum og segja minnst 35 borgara hafa fallið í þeim. Þar af fimm konur og 17 börn. Þá hefur stjórnarherinn í Sýrlandi margsinnis verið sakaður um að varpa svokölluðum tunnusprengjum á borgir og bæi. Tunnusprengjur eru í raun tunnur sem fylltar eru af sprengiefni og hlutum eins og nöglum og kúlulegum, sem mynda sprengjubrot, og er þeim varpað úr þyrlum. Notkun þeirra hefur margsinnis verið skrásett. Rúmlega 250 þúsund manns hafa fallið í átökum frá því borgarastyrjöldin hóst í Sýrlandi í mars 2011. Milljónir hafa yfirgefið heimili sín og Sýrland vegna átakanna.New ISW #Russia airstrikes in #Syria. More Russia disinformation on strikes ahead of talks. https://t.co/nni3psKxZq pic.twitter.com/wILd508cI0— ISW (@TheStudyofWar) December 18, 2015 >/center>
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Sjá meira