Enski boltinn

Sjáðu tíu milljarða króna Belgann taka aulalegustu hornspyrnu ársins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kevin De Bruyne, belgíski landsliðsmaðurinn í liði Manchester City, má búast við því að gert verði grín að honum á internetinu eitthvað fram eftir nýju ári.

Þessum magnaða fótboltamanni, sem kostaði City ekki nema 55 milljónir punda eða tíu milljarða króna, tókst nefnilega að taka aulalegustu hornspyrnu ársins gegn Arsenal í kvöld.

Belginn ætlaði að taka hornspyrnu stutt á 26. mínútu en í stað þess að sparka í boltann sparkaði hann í hornfánann, svo sjálfan sig og var næstum dottinn.

Þetta bráðskemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan en leikurinn er í beinni lýsingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×