Gordíonshnútur myndast í spænskum stjórnmálum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Gott gengi Podemos þykir merki um það að Spánverjar hafi fært sig mikið til vinstri á hinu pólitíska litrófi. Fréttablaðið/AFP Í fyrsta sinn frá falli einveldisins á Spáni er enginn einn stjórnmálaflokkur með hreinan meirihluta á spænska þinginu. Spánverjar gengu að kjörborðinu og höfnuðu því tveggja flokka kerfi sem ríkt hefur í um þrjá áratugi. Hingað til hafa Sósíalistaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn skipst á að stjórna landinu en í þetta sinn sýndu kjósendur að þeir vildu breytingar og breytingarnar komu fram í tveimur nýjum flokkum: róttæka vinstriflokknum Podemos og frjálslynda vinstriflokknum Ciudadanos. Nú er komið fram á sjónarsviðið fjögurra flokka kerfi. Þjóðarflokkurinn, flokkur Marianos Rajoy forsætisráðherra, er enn sem fyrr stærsti flokkurinn með 123 þingsæti sem er ekki nóg til að mynda ríkisstjórn þar sem 176 þingsæti þarf til í 350 manna þjóðþinginu. Sósíalistaflokkurinn fékk 90 þingsæti, Podemos 69 og Ciudadanos 40. Aðrir smáflokkar fengu samtals 28 þingsæti.Rajoy forsætisráðherra sagði á kosninganótt að flokkur sinn væri stærstur og ætti því tilkall til áframhaldandi valda. Pedro Sanchez, leiðtogi Sósíalista, viðurkenndi tilkall Rajoys til að verða fyrstur til að fá stjórnarmyndunarumboð en hafnaði því að styðja ríkisstjórn sem væri leidd af Rajoy. Sömuleiðis hefur Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, þvertekið fyrir það að leyfa Þjóðarflokknum að halda í stjórnartaumana. Ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður munu reynast erfiðar en Filippus Spánarkonungur mun funda með öllum flokksleiðtogunum og útnefna nýjan forsætisráðherra um þær mundir sem nýtt þing kemur saman 13. janúar. Sá forsætisráðherra og ríkisstjórn hans þarf að fá traustsyfirlýsingu þingsins til að geta starfað. Ef engin ríkisstjórn tryggir sér traustsyfirlýsingu þingsins fyrir 20. febrúar verður boðað til kosninga að nýju. Nokkrir möguleikar á stjórnarmyndun Rauðblá stjórn Sósíalistaflokkurinn gæti leitað á náðir Þjóðarflokksins og myndað meirihlutastjórn þrátt fyrir að sósíalistar vilji ekki stjórn undir forystu Rajoys.Vinstristjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos gætu myndað meirihlutastjórn ásamt vinstrisinnuðum smáflokkum eða treyst á hlutleysi þeirra.Stjórn stjórnarandstöðuflokkanna Sósíalistaflokkurinn, Podemos og Ciudadanos gætu myndað meirihlutastjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða einhverjir flokkanna gætu treyst á hlutleysi hinna. Flestir smáflokkanna eru annaðhvort róttækir vinstriflokkar eða flokkar aðskilnaðarsinna sem þykja ólíklegir til að styðja ríkisstjórn Þjóðarflokksins. Tengdar fréttir Pólitísk kollsteypa eftir þingkosningar á Spáni Kjósendur á Spáni hafna gömlu valdaflokkunum sem fengu innan við helming atkvæða. Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt útgönguspám. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta og ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar. 21. desember 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Í fyrsta sinn frá falli einveldisins á Spáni er enginn einn stjórnmálaflokkur með hreinan meirihluta á spænska þinginu. Spánverjar gengu að kjörborðinu og höfnuðu því tveggja flokka kerfi sem ríkt hefur í um þrjá áratugi. Hingað til hafa Sósíalistaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn skipst á að stjórna landinu en í þetta sinn sýndu kjósendur að þeir vildu breytingar og breytingarnar komu fram í tveimur nýjum flokkum: róttæka vinstriflokknum Podemos og frjálslynda vinstriflokknum Ciudadanos. Nú er komið fram á sjónarsviðið fjögurra flokka kerfi. Þjóðarflokkurinn, flokkur Marianos Rajoy forsætisráðherra, er enn sem fyrr stærsti flokkurinn með 123 þingsæti sem er ekki nóg til að mynda ríkisstjórn þar sem 176 þingsæti þarf til í 350 manna þjóðþinginu. Sósíalistaflokkurinn fékk 90 þingsæti, Podemos 69 og Ciudadanos 40. Aðrir smáflokkar fengu samtals 28 þingsæti.Rajoy forsætisráðherra sagði á kosninganótt að flokkur sinn væri stærstur og ætti því tilkall til áframhaldandi valda. Pedro Sanchez, leiðtogi Sósíalista, viðurkenndi tilkall Rajoys til að verða fyrstur til að fá stjórnarmyndunarumboð en hafnaði því að styðja ríkisstjórn sem væri leidd af Rajoy. Sömuleiðis hefur Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, þvertekið fyrir það að leyfa Þjóðarflokknum að halda í stjórnartaumana. Ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður munu reynast erfiðar en Filippus Spánarkonungur mun funda með öllum flokksleiðtogunum og útnefna nýjan forsætisráðherra um þær mundir sem nýtt þing kemur saman 13. janúar. Sá forsætisráðherra og ríkisstjórn hans þarf að fá traustsyfirlýsingu þingsins til að geta starfað. Ef engin ríkisstjórn tryggir sér traustsyfirlýsingu þingsins fyrir 20. febrúar verður boðað til kosninga að nýju. Nokkrir möguleikar á stjórnarmyndun Rauðblá stjórn Sósíalistaflokkurinn gæti leitað á náðir Þjóðarflokksins og myndað meirihlutastjórn þrátt fyrir að sósíalistar vilji ekki stjórn undir forystu Rajoys.Vinstristjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos gætu myndað meirihlutastjórn ásamt vinstrisinnuðum smáflokkum eða treyst á hlutleysi þeirra.Stjórn stjórnarandstöðuflokkanna Sósíalistaflokkurinn, Podemos og Ciudadanos gætu myndað meirihlutastjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða einhverjir flokkanna gætu treyst á hlutleysi hinna. Flestir smáflokkanna eru annaðhvort róttækir vinstriflokkar eða flokkar aðskilnaðarsinna sem þykja ólíklegir til að styðja ríkisstjórn Þjóðarflokksins.
Tengdar fréttir Pólitísk kollsteypa eftir þingkosningar á Spáni Kjósendur á Spáni hafna gömlu valdaflokkunum sem fengu innan við helming atkvæða. Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt útgönguspám. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta og ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar. 21. desember 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Pólitísk kollsteypa eftir þingkosningar á Spáni Kjósendur á Spáni hafna gömlu valdaflokkunum sem fengu innan við helming atkvæða. Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt útgönguspám. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta og ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar. 21. desember 2015 07:00