Gordíonshnútur myndast í spænskum stjórnmálum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Gott gengi Podemos þykir merki um það að Spánverjar hafi fært sig mikið til vinstri á hinu pólitíska litrófi. Fréttablaðið/AFP Í fyrsta sinn frá falli einveldisins á Spáni er enginn einn stjórnmálaflokkur með hreinan meirihluta á spænska þinginu. Spánverjar gengu að kjörborðinu og höfnuðu því tveggja flokka kerfi sem ríkt hefur í um þrjá áratugi. Hingað til hafa Sósíalistaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn skipst á að stjórna landinu en í þetta sinn sýndu kjósendur að þeir vildu breytingar og breytingarnar komu fram í tveimur nýjum flokkum: róttæka vinstriflokknum Podemos og frjálslynda vinstriflokknum Ciudadanos. Nú er komið fram á sjónarsviðið fjögurra flokka kerfi. Þjóðarflokkurinn, flokkur Marianos Rajoy forsætisráðherra, er enn sem fyrr stærsti flokkurinn með 123 þingsæti sem er ekki nóg til að mynda ríkisstjórn þar sem 176 þingsæti þarf til í 350 manna þjóðþinginu. Sósíalistaflokkurinn fékk 90 þingsæti, Podemos 69 og Ciudadanos 40. Aðrir smáflokkar fengu samtals 28 þingsæti.Rajoy forsætisráðherra sagði á kosninganótt að flokkur sinn væri stærstur og ætti því tilkall til áframhaldandi valda. Pedro Sanchez, leiðtogi Sósíalista, viðurkenndi tilkall Rajoys til að verða fyrstur til að fá stjórnarmyndunarumboð en hafnaði því að styðja ríkisstjórn sem væri leidd af Rajoy. Sömuleiðis hefur Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, þvertekið fyrir það að leyfa Þjóðarflokknum að halda í stjórnartaumana. Ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður munu reynast erfiðar en Filippus Spánarkonungur mun funda með öllum flokksleiðtogunum og útnefna nýjan forsætisráðherra um þær mundir sem nýtt þing kemur saman 13. janúar. Sá forsætisráðherra og ríkisstjórn hans þarf að fá traustsyfirlýsingu þingsins til að geta starfað. Ef engin ríkisstjórn tryggir sér traustsyfirlýsingu þingsins fyrir 20. febrúar verður boðað til kosninga að nýju. Nokkrir möguleikar á stjórnarmyndun Rauðblá stjórn Sósíalistaflokkurinn gæti leitað á náðir Þjóðarflokksins og myndað meirihlutastjórn þrátt fyrir að sósíalistar vilji ekki stjórn undir forystu Rajoys.Vinstristjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos gætu myndað meirihlutastjórn ásamt vinstrisinnuðum smáflokkum eða treyst á hlutleysi þeirra.Stjórn stjórnarandstöðuflokkanna Sósíalistaflokkurinn, Podemos og Ciudadanos gætu myndað meirihlutastjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða einhverjir flokkanna gætu treyst á hlutleysi hinna. Flestir smáflokkanna eru annaðhvort róttækir vinstriflokkar eða flokkar aðskilnaðarsinna sem þykja ólíklegir til að styðja ríkisstjórn Þjóðarflokksins. Tengdar fréttir Pólitísk kollsteypa eftir þingkosningar á Spáni Kjósendur á Spáni hafna gömlu valdaflokkunum sem fengu innan við helming atkvæða. Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt útgönguspám. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta og ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar. 21. desember 2015 07:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Í fyrsta sinn frá falli einveldisins á Spáni er enginn einn stjórnmálaflokkur með hreinan meirihluta á spænska þinginu. Spánverjar gengu að kjörborðinu og höfnuðu því tveggja flokka kerfi sem ríkt hefur í um þrjá áratugi. Hingað til hafa Sósíalistaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn skipst á að stjórna landinu en í þetta sinn sýndu kjósendur að þeir vildu breytingar og breytingarnar komu fram í tveimur nýjum flokkum: róttæka vinstriflokknum Podemos og frjálslynda vinstriflokknum Ciudadanos. Nú er komið fram á sjónarsviðið fjögurra flokka kerfi. Þjóðarflokkurinn, flokkur Marianos Rajoy forsætisráðherra, er enn sem fyrr stærsti flokkurinn með 123 þingsæti sem er ekki nóg til að mynda ríkisstjórn þar sem 176 þingsæti þarf til í 350 manna þjóðþinginu. Sósíalistaflokkurinn fékk 90 þingsæti, Podemos 69 og Ciudadanos 40. Aðrir smáflokkar fengu samtals 28 þingsæti.Rajoy forsætisráðherra sagði á kosninganótt að flokkur sinn væri stærstur og ætti því tilkall til áframhaldandi valda. Pedro Sanchez, leiðtogi Sósíalista, viðurkenndi tilkall Rajoys til að verða fyrstur til að fá stjórnarmyndunarumboð en hafnaði því að styðja ríkisstjórn sem væri leidd af Rajoy. Sömuleiðis hefur Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, þvertekið fyrir það að leyfa Þjóðarflokknum að halda í stjórnartaumana. Ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður munu reynast erfiðar en Filippus Spánarkonungur mun funda með öllum flokksleiðtogunum og útnefna nýjan forsætisráðherra um þær mundir sem nýtt þing kemur saman 13. janúar. Sá forsætisráðherra og ríkisstjórn hans þarf að fá traustsyfirlýsingu þingsins til að geta starfað. Ef engin ríkisstjórn tryggir sér traustsyfirlýsingu þingsins fyrir 20. febrúar verður boðað til kosninga að nýju. Nokkrir möguleikar á stjórnarmyndun Rauðblá stjórn Sósíalistaflokkurinn gæti leitað á náðir Þjóðarflokksins og myndað meirihlutastjórn þrátt fyrir að sósíalistar vilji ekki stjórn undir forystu Rajoys.Vinstristjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos gætu myndað meirihlutastjórn ásamt vinstrisinnuðum smáflokkum eða treyst á hlutleysi þeirra.Stjórn stjórnarandstöðuflokkanna Sósíalistaflokkurinn, Podemos og Ciudadanos gætu myndað meirihlutastjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða einhverjir flokkanna gætu treyst á hlutleysi hinna. Flestir smáflokkanna eru annaðhvort róttækir vinstriflokkar eða flokkar aðskilnaðarsinna sem þykja ólíklegir til að styðja ríkisstjórn Þjóðarflokksins.
Tengdar fréttir Pólitísk kollsteypa eftir þingkosningar á Spáni Kjósendur á Spáni hafna gömlu valdaflokkunum sem fengu innan við helming atkvæða. Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt útgönguspám. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta og ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar. 21. desember 2015 07:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Pólitísk kollsteypa eftir þingkosningar á Spáni Kjósendur á Spáni hafna gömlu valdaflokkunum sem fengu innan við helming atkvæða. Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt útgönguspám. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta og ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar. 21. desember 2015 07:00