Erlent

Geimfarinn hringdi í rangt númer utan úr geimi

Birgir Olgeirsson skrifar
Tim Peake alsæll í sinni fyrstu geimferð.
Tim Peake alsæll í sinni fyrstu geimferð. Vísir/Getty
Aðeins einstaklingar sem eru framúrskarandi á sínu sviði fá tækifæri á að fara út í geim eins og staðan er í dag. En þessu framúrskarandi fólki verður á eins og öllum öðrum og það fékk breski geimfarinn Tim Peake að kynnast nú á jóladag.

Hann birti í dag afsökunarbeiðni á Twitter þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir því óláni að hringja óvart í rangt númer utan úr geimi. Gömul kona svaraði sem Peake spurði: „Halló, er þetta plánetan jörð?”

Peake, sem er 43 ára gamall, var áður þyrluflugmaður hjá breska flughernum. Hann er fyrsti Bretinn sem heimsækir alþjóðlegu geimstöðina, ISS, á kostnað breska ríkisins. Milljónir Breta hafa fylgst náið með þessari för hans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×