Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. desember 2015 20:08 Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. Fólk getur farið fram á að upplýsingum um það sé eytt af netinu. Forstjóri Persónuverndar segir löggjöfina svar við tækniframförum sem einstaklingar hafa staðið berskjaldaðir frammi fyrir síðustu ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytta persónuverndarlöggjöf í Evrópu nú fyrir jól sem samrýmist betur stafrænum upplýsingatækniheimi. Að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar felur ný löggjöf í sér töluverða aukningu á grundvallarréttindum borgarana til persónuverndar. „Hún færir einstaklingum, borgurum landsins, aukinn rétt að mörgu leyti. Það sem um er að ræða er til dæmis það að rétturinn til að gleymast fær aukið vægi. Það þýðir það að einstaklingurinn eða borgarinn fær rétt til þess að ákveðnum leitarniðurstöðum á Google sé eytt.“Helga ÞórisdóttirFriðhelgi einkalífs vó þyngra Helga minnir á dóm sem kenndur er við Google þar sem tekist var á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis. „Það var spænskur ríkisborgari sem kvartaði undan því að það væri að eyðileggja fyrir honum viðskipti að eldgamlar upplýsingar frá 1998 um fjárnám birtust þeim sem gúggluðu hann. Hjá dómstólum var ekist á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis.Það varð svo að friðhelgi einkalífs þótti vega þyngra en hagsmunir um tjáningarfrelsi.“ Helga segir löggöfina svar við örum tækniframförum síðustu ára. Hægt verður að leggja á sektir fyrir brot gegn persónuverndarreglum. „Ef fyrirtæki brjóta persónuverndarlög að þá verður hægt að sekta þau sem nemur fjögur prósent af árlegri veltu, Það geta verið gígantískar upphæðir ef um er að ræða fyrirtæki í netheimum. Löggjöfin er svar við tækniframförum sem auðvelda leit og öflun upplýsinga. Einstaklingurinn stendur berskjaldaður gagnvart öllu því sem er hægt að finna í allri hans fortíð, það þarf aðeins að tempra þetta.“Börn undir sextán ára þurfa leyfi foreldra til að vera á Facebook Settar verða hindranir í veg netfyrirtækja og samskiptamiðla þegar kemur að börnum og unglingum. „Reglan verður sú að börn undir sextán ára aldri munu þurfa leyfi foreldra til að vera í Facebook samskiptum og það sama á við um Instagram. Það verður heimild fyrir aðildarríki að færa aldursviðmið niður í þrettán ára.“ Helga telur breytingar á löggjöf krefjast hugarfarsbreytingar í íslensku samfélagi. „Hugsunarhætti almennt hjá borgurum og fyrirtækjum um það hvernig er komið fram við einstaklinga og hvernig farið er með persónuupplýsingar einstaklinga.“ Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. Fólk getur farið fram á að upplýsingum um það sé eytt af netinu. Forstjóri Persónuverndar segir löggjöfina svar við tækniframförum sem einstaklingar hafa staðið berskjaldaðir frammi fyrir síðustu ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytta persónuverndarlöggjöf í Evrópu nú fyrir jól sem samrýmist betur stafrænum upplýsingatækniheimi. Að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar felur ný löggjöf í sér töluverða aukningu á grundvallarréttindum borgarana til persónuverndar. „Hún færir einstaklingum, borgurum landsins, aukinn rétt að mörgu leyti. Það sem um er að ræða er til dæmis það að rétturinn til að gleymast fær aukið vægi. Það þýðir það að einstaklingurinn eða borgarinn fær rétt til þess að ákveðnum leitarniðurstöðum á Google sé eytt.“Helga ÞórisdóttirFriðhelgi einkalífs vó þyngra Helga minnir á dóm sem kenndur er við Google þar sem tekist var á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis. „Það var spænskur ríkisborgari sem kvartaði undan því að það væri að eyðileggja fyrir honum viðskipti að eldgamlar upplýsingar frá 1998 um fjárnám birtust þeim sem gúggluðu hann. Hjá dómstólum var ekist á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis.Það varð svo að friðhelgi einkalífs þótti vega þyngra en hagsmunir um tjáningarfrelsi.“ Helga segir löggöfina svar við örum tækniframförum síðustu ára. Hægt verður að leggja á sektir fyrir brot gegn persónuverndarreglum. „Ef fyrirtæki brjóta persónuverndarlög að þá verður hægt að sekta þau sem nemur fjögur prósent af árlegri veltu, Það geta verið gígantískar upphæðir ef um er að ræða fyrirtæki í netheimum. Löggjöfin er svar við tækniframförum sem auðvelda leit og öflun upplýsinga. Einstaklingurinn stendur berskjaldaður gagnvart öllu því sem er hægt að finna í allri hans fortíð, það þarf aðeins að tempra þetta.“Börn undir sextán ára þurfa leyfi foreldra til að vera á Facebook Settar verða hindranir í veg netfyrirtækja og samskiptamiðla þegar kemur að börnum og unglingum. „Reglan verður sú að börn undir sextán ára aldri munu þurfa leyfi foreldra til að vera í Facebook samskiptum og það sama á við um Instagram. Það verður heimild fyrir aðildarríki að færa aldursviðmið niður í þrettán ára.“ Helga telur breytingar á löggjöf krefjast hugarfarsbreytingar í íslensku samfélagi. „Hugsunarhætti almennt hjá borgurum og fyrirtækjum um það hvernig er komið fram við einstaklinga og hvernig farið er með persónuupplýsingar einstaklinga.“
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira