Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. desember 2015 20:08 Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. Fólk getur farið fram á að upplýsingum um það sé eytt af netinu. Forstjóri Persónuverndar segir löggjöfina svar við tækniframförum sem einstaklingar hafa staðið berskjaldaðir frammi fyrir síðustu ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytta persónuverndarlöggjöf í Evrópu nú fyrir jól sem samrýmist betur stafrænum upplýsingatækniheimi. Að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar felur ný löggjöf í sér töluverða aukningu á grundvallarréttindum borgarana til persónuverndar. „Hún færir einstaklingum, borgurum landsins, aukinn rétt að mörgu leyti. Það sem um er að ræða er til dæmis það að rétturinn til að gleymast fær aukið vægi. Það þýðir það að einstaklingurinn eða borgarinn fær rétt til þess að ákveðnum leitarniðurstöðum á Google sé eytt.“Helga ÞórisdóttirFriðhelgi einkalífs vó þyngra Helga minnir á dóm sem kenndur er við Google þar sem tekist var á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis. „Það var spænskur ríkisborgari sem kvartaði undan því að það væri að eyðileggja fyrir honum viðskipti að eldgamlar upplýsingar frá 1998 um fjárnám birtust þeim sem gúggluðu hann. Hjá dómstólum var ekist á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis.Það varð svo að friðhelgi einkalífs þótti vega þyngra en hagsmunir um tjáningarfrelsi.“ Helga segir löggöfina svar við örum tækniframförum síðustu ára. Hægt verður að leggja á sektir fyrir brot gegn persónuverndarreglum. „Ef fyrirtæki brjóta persónuverndarlög að þá verður hægt að sekta þau sem nemur fjögur prósent af árlegri veltu, Það geta verið gígantískar upphæðir ef um er að ræða fyrirtæki í netheimum. Löggjöfin er svar við tækniframförum sem auðvelda leit og öflun upplýsinga. Einstaklingurinn stendur berskjaldaður gagnvart öllu því sem er hægt að finna í allri hans fortíð, það þarf aðeins að tempra þetta.“Börn undir sextán ára þurfa leyfi foreldra til að vera á Facebook Settar verða hindranir í veg netfyrirtækja og samskiptamiðla þegar kemur að börnum og unglingum. „Reglan verður sú að börn undir sextán ára aldri munu þurfa leyfi foreldra til að vera í Facebook samskiptum og það sama á við um Instagram. Það verður heimild fyrir aðildarríki að færa aldursviðmið niður í þrettán ára.“ Helga telur breytingar á löggjöf krefjast hugarfarsbreytingar í íslensku samfélagi. „Hugsunarhætti almennt hjá borgurum og fyrirtækjum um það hvernig er komið fram við einstaklinga og hvernig farið er með persónuupplýsingar einstaklinga.“ Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. Fólk getur farið fram á að upplýsingum um það sé eytt af netinu. Forstjóri Persónuverndar segir löggjöfina svar við tækniframförum sem einstaklingar hafa staðið berskjaldaðir frammi fyrir síðustu ár. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytta persónuverndarlöggjöf í Evrópu nú fyrir jól sem samrýmist betur stafrænum upplýsingatækniheimi. Að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar felur ný löggjöf í sér töluverða aukningu á grundvallarréttindum borgarana til persónuverndar. „Hún færir einstaklingum, borgurum landsins, aukinn rétt að mörgu leyti. Það sem um er að ræða er til dæmis það að rétturinn til að gleymast fær aukið vægi. Það þýðir það að einstaklingurinn eða borgarinn fær rétt til þess að ákveðnum leitarniðurstöðum á Google sé eytt.“Helga ÞórisdóttirFriðhelgi einkalífs vó þyngra Helga minnir á dóm sem kenndur er við Google þar sem tekist var á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis. „Það var spænskur ríkisborgari sem kvartaði undan því að það væri að eyðileggja fyrir honum viðskipti að eldgamlar upplýsingar frá 1998 um fjárnám birtust þeim sem gúggluðu hann. Hjá dómstólum var ekist á um friðhelgi einkalífs á móti hagsmunum tjáningarfrelsis.Það varð svo að friðhelgi einkalífs þótti vega þyngra en hagsmunir um tjáningarfrelsi.“ Helga segir löggöfina svar við örum tækniframförum síðustu ára. Hægt verður að leggja á sektir fyrir brot gegn persónuverndarreglum. „Ef fyrirtæki brjóta persónuverndarlög að þá verður hægt að sekta þau sem nemur fjögur prósent af árlegri veltu, Það geta verið gígantískar upphæðir ef um er að ræða fyrirtæki í netheimum. Löggjöfin er svar við tækniframförum sem auðvelda leit og öflun upplýsinga. Einstaklingurinn stendur berskjaldaður gagnvart öllu því sem er hægt að finna í allri hans fortíð, það þarf aðeins að tempra þetta.“Börn undir sextán ára þurfa leyfi foreldra til að vera á Facebook Settar verða hindranir í veg netfyrirtækja og samskiptamiðla þegar kemur að börnum og unglingum. „Reglan verður sú að börn undir sextán ára aldri munu þurfa leyfi foreldra til að vera í Facebook samskiptum og það sama á við um Instagram. Það verður heimild fyrir aðildarríki að færa aldursviðmið niður í þrettán ára.“ Helga telur breytingar á löggjöf krefjast hugarfarsbreytingar í íslensku samfélagi. „Hugsunarhætti almennt hjá borgurum og fyrirtækjum um það hvernig er komið fram við einstaklinga og hvernig farið er með persónuupplýsingar einstaklinga.“
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira