Tveggja barna stefna lögfest í Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2015 08:00 Börn að leik í Guangzhou í Kína. vísir/afp Kínverska þingið festi í gær svokallaða tveggja barna stefnu í lög og mun nýja stefnan taka gildi þann fyrsta janúar næstkomandi. Mega kínversk pör þá eignast tvö börn. Stefnan tekur við af einbirnisstefnunni sem hafði verið í gildi undanfarin 35 ár. Breytingin er viðbragð við hækkandi meðalaldri kínversku þjóðarinnar og fækkun fólks á vinnumarkaði. Kínversk stjórnvöld telja að stefnubreytingin muni skila sér í 30 milljón fleiri manns á vinnumarkaði fram til ársins 2050. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður spáð því að Kínverjum á aldrinum 15 til 59 ára fækki um sjö prósent á árunum 2010 til 2030. Óvíst er hvort stefnubreytingin beri tilætlaðan árangur segir í frétt CNN um málið. Áratugir líði þar til barnasprenging skili sér í fleiri vinnandi höndum. Þá sé alls óvíst að Kínverjar á barneignaaldri vilji eignast fleiri ein eitt barn þrátt fyrir breytta löggjöf. Fæðingartíðni í Kína hafi lækkað af ástæðum sem ekki endilega tengjast einbirnisstefnunni. Aðgerðin væri of lítilvæg og kæmi of seint hefur AP eftir Cai Yong, prófessor í félagsfræði við Norður-Karólínuháskóla. Búist er við að stefnubreytingin skili sér í 23 milljónum viðbótarfæðinga fram á miðja þessa öld. Kínverjum muni fjölga næstu 15 árin og verða 1,43 milljarðar árið 2030 í stað 1,42 milljarða yrði engin stefnubreyting. Í kjölfarið fari Kínverjum svo fækkandi. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýndu stefnuna í gær. Ríkið hafi engan rétt til þess að skipta sér af því hve mörg börn fólk eigi. Aðgerðir Kínverja væru ófullnægjandi og stefnan ýtti enn undir mannréttindabrot. Kínverskar konur ættu áfram á hættu á að vera neyddar í fóstureyðingu eða þvingaðar til að nota getnaðarvarnir. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Kínverska þingið festi í gær svokallaða tveggja barna stefnu í lög og mun nýja stefnan taka gildi þann fyrsta janúar næstkomandi. Mega kínversk pör þá eignast tvö börn. Stefnan tekur við af einbirnisstefnunni sem hafði verið í gildi undanfarin 35 ár. Breytingin er viðbragð við hækkandi meðalaldri kínversku þjóðarinnar og fækkun fólks á vinnumarkaði. Kínversk stjórnvöld telja að stefnubreytingin muni skila sér í 30 milljón fleiri manns á vinnumarkaði fram til ársins 2050. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður spáð því að Kínverjum á aldrinum 15 til 59 ára fækki um sjö prósent á árunum 2010 til 2030. Óvíst er hvort stefnubreytingin beri tilætlaðan árangur segir í frétt CNN um málið. Áratugir líði þar til barnasprenging skili sér í fleiri vinnandi höndum. Þá sé alls óvíst að Kínverjar á barneignaaldri vilji eignast fleiri ein eitt barn þrátt fyrir breytta löggjöf. Fæðingartíðni í Kína hafi lækkað af ástæðum sem ekki endilega tengjast einbirnisstefnunni. Aðgerðin væri of lítilvæg og kæmi of seint hefur AP eftir Cai Yong, prófessor í félagsfræði við Norður-Karólínuháskóla. Búist er við að stefnubreytingin skili sér í 23 milljónum viðbótarfæðinga fram á miðja þessa öld. Kínverjum muni fjölga næstu 15 árin og verða 1,43 milljarðar árið 2030 í stað 1,42 milljarða yrði engin stefnubreyting. Í kjölfarið fari Kínverjum svo fækkandi. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýndu stefnuna í gær. Ríkið hafi engan rétt til þess að skipta sér af því hve mörg börn fólk eigi. Aðgerðir Kínverja væru ófullnægjandi og stefnan ýtti enn undir mannréttindabrot. Kínverskar konur ættu áfram á hættu á að vera neyddar í fóstureyðingu eða þvingaðar til að nota getnaðarvarnir.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira