Stjórnarherinn í Sýrlandi nær borginni Homs aftur á sitt vald Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. desember 2015 07:00 Uppreisnarmenn komnir um borð í rútu sem flutti þá burt frá borginni Homs í gær. Nordicphotos/AFP Sýrlenskar uppreisnarsveitir yfirgáfu í gær al Wair-hverfi í norðvesturjaðri borgarinnar Homs, sem þeir hafa haft á valdi sínu í nokkur ár. Þeir sömdu við Sýrlandsstjórn um að fá að fara óhultir frá borginni og fylgdust bæði sýrlenskir hermenn og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna með brottför þeirra. Borgarstjórinn í Homs, Talal Barazzi , sagði að eftir samninginn yrði Homs örugg borg, laus við byssur og byssumenn. Alls voru það nokkur hundruð manns sem voru flutt frá borginni, sumir með sjúkrabifreiðum. Fjölskyldur uppreisnarmannanna fóru einnig burt frá borginni. Fólkið hélt sem leið liggur til yfirráðasvæða uppreisnarmanna í norðvesturhluta landsins. Gegn uppgjöf uppreisnarmanna lét stjórnin 35 fanga lausa. Þessi niðurstaða þykir mikill sigur fyrir stjórn Bashar al Assads Sýrlandsforseta. Stjórnarherinn hefur setið um borgarhlutann í nærri þrjú ár og ítrekað gert loftárásir á íbúana þar. Á síðasta ári gerðu uppreisnarmenn í gamla borgarhlutanum í Homs sambærilegt samkomulag við stjórnarherinn um vopnahlé gegn því að fá að yfirgefa borgina. Aðeins nokkrar vikur eru frá því rússneski herinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Rússar hafa ekki eingöngu beint árásum sínum að vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda, heldur einnig að uppreisnarhópum sem notið hafa stuðnings frá Vesturlöndum. Íbúar hverfisins voru orðnir langþreyttir á linnulausum hernaði í nærri þrjú ár, en undanfarið hefur stjórnarherinn haldið uppi mikilli sókn á hverfið úr norðri og notið þar stuðnings rússneska hersins. Í al Wair bjuggu um 300 þúsund manns við upphaf átakanna, en meira en 200 þúsund þeirra hafa fyrir löngu flúið átökin. Stjórnarherinn mun nú taka þetta hverfi á sitt vald. Borgin verður þar með öll komin undir stjórn Assads á ný. Homs var lengi vel miðpunktur uppreisnarinnar gegn Assad forseta og stjórn hans. Þessa dagana standa yfir í Sádi-Arabíu viðræður nokkurra helstu hópa sýrlenskra uppreisnarmanna, þar sem þeir ætla að reyna að ná samstöðu um kröfur sínar í hugsanlegum friðarviðræðum við stjórn Assads. Vopnabúr Íslamska ríkisins Amnesty International segir að Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamska ríkið, hafi í fórum sínum meira en hundrað tegundir af vopnum og skotfærum. Þessi vopn eru framleidd í meira en 25 löndum, en flest í Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum. Stór hluti vopnanna var í eigu íraska hersins og fenginn fá Bandaríkjunum eða Rússlandi og öðrum þáverandi austantjaldsríkjum. Mest munar þar um vopn sem bárust til Íraks meðan Saddam Hussein var þar við völd, ekki síst þegar Írakar áttu í stríði við Íran. Að minnsta kosti 34 ríki sendu Írökum vopn á þessum tíma, en 28 þessara sömu landa sendu Írönum einnig vopn. Megnið af vopnum Íslamska ríkisins er sem sagt fengið úr vopnageymslum íraska hersins, en einnig hafa vígasveitirnar komist yfir vopn í bardögum, með ólöglegum vopnaviðskiptum og frá liðhlaupum í bæði Írak og Sýrlandi. Þetta eru vopn af ýmsu tagi, allt frá léttum skotvopnum yfir í riffla, vélbyssur, sprengjuvörpur og þungavopn ásamt brynvörðum hervögnum og skriðdrekum. Þessi vopn hafa vígasveitir Íslamska ríkisins notað til þess að fremja alls kyns mannréttindabrot Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Sýrlenskar uppreisnarsveitir yfirgáfu í gær al Wair-hverfi í norðvesturjaðri borgarinnar Homs, sem þeir hafa haft á valdi sínu í nokkur ár. Þeir sömdu við Sýrlandsstjórn um að fá að fara óhultir frá borginni og fylgdust bæði sýrlenskir hermenn og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna með brottför þeirra. Borgarstjórinn í Homs, Talal Barazzi , sagði að eftir samninginn yrði Homs örugg borg, laus við byssur og byssumenn. Alls voru það nokkur hundruð manns sem voru flutt frá borginni, sumir með sjúkrabifreiðum. Fjölskyldur uppreisnarmannanna fóru einnig burt frá borginni. Fólkið hélt sem leið liggur til yfirráðasvæða uppreisnarmanna í norðvesturhluta landsins. Gegn uppgjöf uppreisnarmanna lét stjórnin 35 fanga lausa. Þessi niðurstaða þykir mikill sigur fyrir stjórn Bashar al Assads Sýrlandsforseta. Stjórnarherinn hefur setið um borgarhlutann í nærri þrjú ár og ítrekað gert loftárásir á íbúana þar. Á síðasta ári gerðu uppreisnarmenn í gamla borgarhlutanum í Homs sambærilegt samkomulag við stjórnarherinn um vopnahlé gegn því að fá að yfirgefa borgina. Aðeins nokkrar vikur eru frá því rússneski herinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Rússar hafa ekki eingöngu beint árásum sínum að vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda, heldur einnig að uppreisnarhópum sem notið hafa stuðnings frá Vesturlöndum. Íbúar hverfisins voru orðnir langþreyttir á linnulausum hernaði í nærri þrjú ár, en undanfarið hefur stjórnarherinn haldið uppi mikilli sókn á hverfið úr norðri og notið þar stuðnings rússneska hersins. Í al Wair bjuggu um 300 þúsund manns við upphaf átakanna, en meira en 200 þúsund þeirra hafa fyrir löngu flúið átökin. Stjórnarherinn mun nú taka þetta hverfi á sitt vald. Borgin verður þar með öll komin undir stjórn Assads á ný. Homs var lengi vel miðpunktur uppreisnarinnar gegn Assad forseta og stjórn hans. Þessa dagana standa yfir í Sádi-Arabíu viðræður nokkurra helstu hópa sýrlenskra uppreisnarmanna, þar sem þeir ætla að reyna að ná samstöðu um kröfur sínar í hugsanlegum friðarviðræðum við stjórn Assads. Vopnabúr Íslamska ríkisins Amnesty International segir að Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamska ríkið, hafi í fórum sínum meira en hundrað tegundir af vopnum og skotfærum. Þessi vopn eru framleidd í meira en 25 löndum, en flest í Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum. Stór hluti vopnanna var í eigu íraska hersins og fenginn fá Bandaríkjunum eða Rússlandi og öðrum þáverandi austantjaldsríkjum. Mest munar þar um vopn sem bárust til Íraks meðan Saddam Hussein var þar við völd, ekki síst þegar Írakar áttu í stríði við Íran. Að minnsta kosti 34 ríki sendu Írökum vopn á þessum tíma, en 28 þessara sömu landa sendu Írönum einnig vopn. Megnið af vopnum Íslamska ríkisins er sem sagt fengið úr vopnageymslum íraska hersins, en einnig hafa vígasveitirnar komist yfir vopn í bardögum, með ólöglegum vopnaviðskiptum og frá liðhlaupum í bæði Írak og Sýrlandi. Þetta eru vopn af ýmsu tagi, allt frá léttum skotvopnum yfir í riffla, vélbyssur, sprengjuvörpur og þungavopn ásamt brynvörðum hervögnum og skriðdrekum. Þessi vopn hafa vígasveitir Íslamska ríkisins notað til þess að fremja alls kyns mannréttindabrot
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira