Stjórnarherinn í Sýrlandi nær borginni Homs aftur á sitt vald Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. desember 2015 07:00 Uppreisnarmenn komnir um borð í rútu sem flutti þá burt frá borginni Homs í gær. Nordicphotos/AFP Sýrlenskar uppreisnarsveitir yfirgáfu í gær al Wair-hverfi í norðvesturjaðri borgarinnar Homs, sem þeir hafa haft á valdi sínu í nokkur ár. Þeir sömdu við Sýrlandsstjórn um að fá að fara óhultir frá borginni og fylgdust bæði sýrlenskir hermenn og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna með brottför þeirra. Borgarstjórinn í Homs, Talal Barazzi , sagði að eftir samninginn yrði Homs örugg borg, laus við byssur og byssumenn. Alls voru það nokkur hundruð manns sem voru flutt frá borginni, sumir með sjúkrabifreiðum. Fjölskyldur uppreisnarmannanna fóru einnig burt frá borginni. Fólkið hélt sem leið liggur til yfirráðasvæða uppreisnarmanna í norðvesturhluta landsins. Gegn uppgjöf uppreisnarmanna lét stjórnin 35 fanga lausa. Þessi niðurstaða þykir mikill sigur fyrir stjórn Bashar al Assads Sýrlandsforseta. Stjórnarherinn hefur setið um borgarhlutann í nærri þrjú ár og ítrekað gert loftárásir á íbúana þar. Á síðasta ári gerðu uppreisnarmenn í gamla borgarhlutanum í Homs sambærilegt samkomulag við stjórnarherinn um vopnahlé gegn því að fá að yfirgefa borgina. Aðeins nokkrar vikur eru frá því rússneski herinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Rússar hafa ekki eingöngu beint árásum sínum að vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda, heldur einnig að uppreisnarhópum sem notið hafa stuðnings frá Vesturlöndum. Íbúar hverfisins voru orðnir langþreyttir á linnulausum hernaði í nærri þrjú ár, en undanfarið hefur stjórnarherinn haldið uppi mikilli sókn á hverfið úr norðri og notið þar stuðnings rússneska hersins. Í al Wair bjuggu um 300 þúsund manns við upphaf átakanna, en meira en 200 þúsund þeirra hafa fyrir löngu flúið átökin. Stjórnarherinn mun nú taka þetta hverfi á sitt vald. Borgin verður þar með öll komin undir stjórn Assads á ný. Homs var lengi vel miðpunktur uppreisnarinnar gegn Assad forseta og stjórn hans. Þessa dagana standa yfir í Sádi-Arabíu viðræður nokkurra helstu hópa sýrlenskra uppreisnarmanna, þar sem þeir ætla að reyna að ná samstöðu um kröfur sínar í hugsanlegum friðarviðræðum við stjórn Assads. Vopnabúr Íslamska ríkisins Amnesty International segir að Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamska ríkið, hafi í fórum sínum meira en hundrað tegundir af vopnum og skotfærum. Þessi vopn eru framleidd í meira en 25 löndum, en flest í Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum. Stór hluti vopnanna var í eigu íraska hersins og fenginn fá Bandaríkjunum eða Rússlandi og öðrum þáverandi austantjaldsríkjum. Mest munar þar um vopn sem bárust til Íraks meðan Saddam Hussein var þar við völd, ekki síst þegar Írakar áttu í stríði við Íran. Að minnsta kosti 34 ríki sendu Írökum vopn á þessum tíma, en 28 þessara sömu landa sendu Írönum einnig vopn. Megnið af vopnum Íslamska ríkisins er sem sagt fengið úr vopnageymslum íraska hersins, en einnig hafa vígasveitirnar komist yfir vopn í bardögum, með ólöglegum vopnaviðskiptum og frá liðhlaupum í bæði Írak og Sýrlandi. Þetta eru vopn af ýmsu tagi, allt frá léttum skotvopnum yfir í riffla, vélbyssur, sprengjuvörpur og þungavopn ásamt brynvörðum hervögnum og skriðdrekum. Þessi vopn hafa vígasveitir Íslamska ríkisins notað til þess að fremja alls kyns mannréttindabrot Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Sýrlenskar uppreisnarsveitir yfirgáfu í gær al Wair-hverfi í norðvesturjaðri borgarinnar Homs, sem þeir hafa haft á valdi sínu í nokkur ár. Þeir sömdu við Sýrlandsstjórn um að fá að fara óhultir frá borginni og fylgdust bæði sýrlenskir hermenn og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna með brottför þeirra. Borgarstjórinn í Homs, Talal Barazzi , sagði að eftir samninginn yrði Homs örugg borg, laus við byssur og byssumenn. Alls voru það nokkur hundruð manns sem voru flutt frá borginni, sumir með sjúkrabifreiðum. Fjölskyldur uppreisnarmannanna fóru einnig burt frá borginni. Fólkið hélt sem leið liggur til yfirráðasvæða uppreisnarmanna í norðvesturhluta landsins. Gegn uppgjöf uppreisnarmanna lét stjórnin 35 fanga lausa. Þessi niðurstaða þykir mikill sigur fyrir stjórn Bashar al Assads Sýrlandsforseta. Stjórnarherinn hefur setið um borgarhlutann í nærri þrjú ár og ítrekað gert loftárásir á íbúana þar. Á síðasta ári gerðu uppreisnarmenn í gamla borgarhlutanum í Homs sambærilegt samkomulag við stjórnarherinn um vopnahlé gegn því að fá að yfirgefa borgina. Aðeins nokkrar vikur eru frá því rússneski herinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Rússar hafa ekki eingöngu beint árásum sínum að vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda, heldur einnig að uppreisnarhópum sem notið hafa stuðnings frá Vesturlöndum. Íbúar hverfisins voru orðnir langþreyttir á linnulausum hernaði í nærri þrjú ár, en undanfarið hefur stjórnarherinn haldið uppi mikilli sókn á hverfið úr norðri og notið þar stuðnings rússneska hersins. Í al Wair bjuggu um 300 þúsund manns við upphaf átakanna, en meira en 200 þúsund þeirra hafa fyrir löngu flúið átökin. Stjórnarherinn mun nú taka þetta hverfi á sitt vald. Borgin verður þar með öll komin undir stjórn Assads á ný. Homs var lengi vel miðpunktur uppreisnarinnar gegn Assad forseta og stjórn hans. Þessa dagana standa yfir í Sádi-Arabíu viðræður nokkurra helstu hópa sýrlenskra uppreisnarmanna, þar sem þeir ætla að reyna að ná samstöðu um kröfur sínar í hugsanlegum friðarviðræðum við stjórn Assads. Vopnabúr Íslamska ríkisins Amnesty International segir að Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamska ríkið, hafi í fórum sínum meira en hundrað tegundir af vopnum og skotfærum. Þessi vopn eru framleidd í meira en 25 löndum, en flest í Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum. Stór hluti vopnanna var í eigu íraska hersins og fenginn fá Bandaríkjunum eða Rússlandi og öðrum þáverandi austantjaldsríkjum. Mest munar þar um vopn sem bárust til Íraks meðan Saddam Hussein var þar við völd, ekki síst þegar Írakar áttu í stríði við Íran. Að minnsta kosti 34 ríki sendu Írökum vopn á þessum tíma, en 28 þessara sömu landa sendu Írönum einnig vopn. Megnið af vopnum Íslamska ríkisins er sem sagt fengið úr vopnageymslum íraska hersins, en einnig hafa vígasveitirnar komist yfir vopn í bardögum, með ólöglegum vopnaviðskiptum og frá liðhlaupum í bæði Írak og Sýrlandi. Þetta eru vopn af ýmsu tagi, allt frá léttum skotvopnum yfir í riffla, vélbyssur, sprengjuvörpur og þungavopn ásamt brynvörðum hervögnum og skriðdrekum. Þessi vopn hafa vígasveitir Íslamska ríkisins notað til þess að fremja alls kyns mannréttindabrot
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira