Stjórnarherinn í Sýrlandi nær borginni Homs aftur á sitt vald Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. desember 2015 07:00 Uppreisnarmenn komnir um borð í rútu sem flutti þá burt frá borginni Homs í gær. Nordicphotos/AFP Sýrlenskar uppreisnarsveitir yfirgáfu í gær al Wair-hverfi í norðvesturjaðri borgarinnar Homs, sem þeir hafa haft á valdi sínu í nokkur ár. Þeir sömdu við Sýrlandsstjórn um að fá að fara óhultir frá borginni og fylgdust bæði sýrlenskir hermenn og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna með brottför þeirra. Borgarstjórinn í Homs, Talal Barazzi , sagði að eftir samninginn yrði Homs örugg borg, laus við byssur og byssumenn. Alls voru það nokkur hundruð manns sem voru flutt frá borginni, sumir með sjúkrabifreiðum. Fjölskyldur uppreisnarmannanna fóru einnig burt frá borginni. Fólkið hélt sem leið liggur til yfirráðasvæða uppreisnarmanna í norðvesturhluta landsins. Gegn uppgjöf uppreisnarmanna lét stjórnin 35 fanga lausa. Þessi niðurstaða þykir mikill sigur fyrir stjórn Bashar al Assads Sýrlandsforseta. Stjórnarherinn hefur setið um borgarhlutann í nærri þrjú ár og ítrekað gert loftárásir á íbúana þar. Á síðasta ári gerðu uppreisnarmenn í gamla borgarhlutanum í Homs sambærilegt samkomulag við stjórnarherinn um vopnahlé gegn því að fá að yfirgefa borgina. Aðeins nokkrar vikur eru frá því rússneski herinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Rússar hafa ekki eingöngu beint árásum sínum að vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda, heldur einnig að uppreisnarhópum sem notið hafa stuðnings frá Vesturlöndum. Íbúar hverfisins voru orðnir langþreyttir á linnulausum hernaði í nærri þrjú ár, en undanfarið hefur stjórnarherinn haldið uppi mikilli sókn á hverfið úr norðri og notið þar stuðnings rússneska hersins. Í al Wair bjuggu um 300 þúsund manns við upphaf átakanna, en meira en 200 þúsund þeirra hafa fyrir löngu flúið átökin. Stjórnarherinn mun nú taka þetta hverfi á sitt vald. Borgin verður þar með öll komin undir stjórn Assads á ný. Homs var lengi vel miðpunktur uppreisnarinnar gegn Assad forseta og stjórn hans. Þessa dagana standa yfir í Sádi-Arabíu viðræður nokkurra helstu hópa sýrlenskra uppreisnarmanna, þar sem þeir ætla að reyna að ná samstöðu um kröfur sínar í hugsanlegum friðarviðræðum við stjórn Assads. Vopnabúr Íslamska ríkisins Amnesty International segir að Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamska ríkið, hafi í fórum sínum meira en hundrað tegundir af vopnum og skotfærum. Þessi vopn eru framleidd í meira en 25 löndum, en flest í Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum. Stór hluti vopnanna var í eigu íraska hersins og fenginn fá Bandaríkjunum eða Rússlandi og öðrum þáverandi austantjaldsríkjum. Mest munar þar um vopn sem bárust til Íraks meðan Saddam Hussein var þar við völd, ekki síst þegar Írakar áttu í stríði við Íran. Að minnsta kosti 34 ríki sendu Írökum vopn á þessum tíma, en 28 þessara sömu landa sendu Írönum einnig vopn. Megnið af vopnum Íslamska ríkisins er sem sagt fengið úr vopnageymslum íraska hersins, en einnig hafa vígasveitirnar komist yfir vopn í bardögum, með ólöglegum vopnaviðskiptum og frá liðhlaupum í bæði Írak og Sýrlandi. Þetta eru vopn af ýmsu tagi, allt frá léttum skotvopnum yfir í riffla, vélbyssur, sprengjuvörpur og þungavopn ásamt brynvörðum hervögnum og skriðdrekum. Þessi vopn hafa vígasveitir Íslamska ríkisins notað til þess að fremja alls kyns mannréttindabrot Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Sýrlenskar uppreisnarsveitir yfirgáfu í gær al Wair-hverfi í norðvesturjaðri borgarinnar Homs, sem þeir hafa haft á valdi sínu í nokkur ár. Þeir sömdu við Sýrlandsstjórn um að fá að fara óhultir frá borginni og fylgdust bæði sýrlenskir hermenn og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna með brottför þeirra. Borgarstjórinn í Homs, Talal Barazzi , sagði að eftir samninginn yrði Homs örugg borg, laus við byssur og byssumenn. Alls voru það nokkur hundruð manns sem voru flutt frá borginni, sumir með sjúkrabifreiðum. Fjölskyldur uppreisnarmannanna fóru einnig burt frá borginni. Fólkið hélt sem leið liggur til yfirráðasvæða uppreisnarmanna í norðvesturhluta landsins. Gegn uppgjöf uppreisnarmanna lét stjórnin 35 fanga lausa. Þessi niðurstaða þykir mikill sigur fyrir stjórn Bashar al Assads Sýrlandsforseta. Stjórnarherinn hefur setið um borgarhlutann í nærri þrjú ár og ítrekað gert loftárásir á íbúana þar. Á síðasta ári gerðu uppreisnarmenn í gamla borgarhlutanum í Homs sambærilegt samkomulag við stjórnarherinn um vopnahlé gegn því að fá að yfirgefa borgina. Aðeins nokkrar vikur eru frá því rússneski herinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Rússar hafa ekki eingöngu beint árásum sínum að vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda, heldur einnig að uppreisnarhópum sem notið hafa stuðnings frá Vesturlöndum. Íbúar hverfisins voru orðnir langþreyttir á linnulausum hernaði í nærri þrjú ár, en undanfarið hefur stjórnarherinn haldið uppi mikilli sókn á hverfið úr norðri og notið þar stuðnings rússneska hersins. Í al Wair bjuggu um 300 þúsund manns við upphaf átakanna, en meira en 200 þúsund þeirra hafa fyrir löngu flúið átökin. Stjórnarherinn mun nú taka þetta hverfi á sitt vald. Borgin verður þar með öll komin undir stjórn Assads á ný. Homs var lengi vel miðpunktur uppreisnarinnar gegn Assad forseta og stjórn hans. Þessa dagana standa yfir í Sádi-Arabíu viðræður nokkurra helstu hópa sýrlenskra uppreisnarmanna, þar sem þeir ætla að reyna að ná samstöðu um kröfur sínar í hugsanlegum friðarviðræðum við stjórn Assads. Vopnabúr Íslamska ríkisins Amnesty International segir að Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamska ríkið, hafi í fórum sínum meira en hundrað tegundir af vopnum og skotfærum. Þessi vopn eru framleidd í meira en 25 löndum, en flest í Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum. Stór hluti vopnanna var í eigu íraska hersins og fenginn fá Bandaríkjunum eða Rússlandi og öðrum þáverandi austantjaldsríkjum. Mest munar þar um vopn sem bárust til Íraks meðan Saddam Hussein var þar við völd, ekki síst þegar Írakar áttu í stríði við Íran. Að minnsta kosti 34 ríki sendu Írökum vopn á þessum tíma, en 28 þessara sömu landa sendu Írönum einnig vopn. Megnið af vopnum Íslamska ríkisins er sem sagt fengið úr vopnageymslum íraska hersins, en einnig hafa vígasveitirnar komist yfir vopn í bardögum, með ólöglegum vopnaviðskiptum og frá liðhlaupum í bæði Írak og Sýrlandi. Þetta eru vopn af ýmsu tagi, allt frá léttum skotvopnum yfir í riffla, vélbyssur, sprengjuvörpur og þungavopn ásamt brynvörðum hervögnum og skriðdrekum. Þessi vopn hafa vígasveitir Íslamska ríkisins notað til þess að fremja alls kyns mannréttindabrot
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira