Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. desember 2015 09:30 Birkir Bjarnason verður í Frakklandi. En þú? vísir/vilhelm Knattspyrnusambands Íslands er búið að setja upp helstu spurningar og svör við þeim hvað varðar miðasölu á EM 2016 í fótbolta. Öruggt er að þúsundir Íslendinga ætla að reyna að tryggja sér miða á einhverja eða helst alla leiki Íslands í Frakklandi næsta sumar þar sem strákarnir okkar verða á stórmóti í fyrsta sinn. Dregið verður til riðlakeppninnar á laugardaginn klukkan 17.00 en miðasalan hefst 14. desember.Sjá einnig:Svona gætu riðlarnir verið á EM í Frakklandi Hér að neðan má finna svör við öllu því sem þú þarft að vita áður en þú tryggir þér miða á leik með strákunum okkar á mánudaginn.Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands? Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands? Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.Hvenær get ég sótt um miða á leikina? Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.Hvað get ég sótt um marga miða? Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar? Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um? UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.mynd/ksíHvaða lið eru komin á EM? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar.Styrkleikaflokkarnir eru svona:Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Knattspyrnusambands Íslands er búið að setja upp helstu spurningar og svör við þeim hvað varðar miðasölu á EM 2016 í fótbolta. Öruggt er að þúsundir Íslendinga ætla að reyna að tryggja sér miða á einhverja eða helst alla leiki Íslands í Frakklandi næsta sumar þar sem strákarnir okkar verða á stórmóti í fyrsta sinn. Dregið verður til riðlakeppninnar á laugardaginn klukkan 17.00 en miðasalan hefst 14. desember.Sjá einnig:Svona gætu riðlarnir verið á EM í Frakklandi Hér að neðan má finna svör við öllu því sem þú þarft að vita áður en þú tryggir þér miða á leik með strákunum okkar á mánudaginn.Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands? Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands? Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.Hvenær get ég sótt um miða á leikina? Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.Hvað get ég sótt um marga miða? Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar? Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um? UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.mynd/ksíHvaða lið eru komin á EM? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar.Styrkleikaflokkarnir eru svona:Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira