Fótbolti

Markalaust jafntefli nægði Liverpool til að vinna riðilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Liverpool tryggði sér sigur í B-riðli Evrópudeildarinnar með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti svissneska liðinu Sion.

Liverpool fékk þar með 10 stig úr sex leikjum og þremur stigum meira en Sion sem fylgir þeim í 32 liða úrslitin.

Jafntefli kom sér vel fyrir bæði lið því eina stigið sá til þess að Sion var öruggt áfram hvernig sem færi í hinum leik riðilsins.

Divock Origi fékk besta færi leiksins strax á fimmtu mínútu en seinni hálfleikurinn var mjög rólegur og var fljótlega ljóst í hvað stefndi enda jafntefli fín úrslit fyrir bæði lið.

Jürgen Klopp tefldi samt fram sterku liði í kvöld en hann sparaði sér að setja Christian Benteke inná í seinni hálfleiknum þótt að sóknarlína Liverpool hefði alveg þurft á nýju blóði að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×