Fótbolti

Alfreð má ekki tjá sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Panathinaikos létu öllum illum látum eftir að leiknum gegn Olympiakos var frestað.
Stuðningsmenn Panathinaikos létu öllum illum látum eftir að leiknum gegn Olympiakos var frestað. Vísir/Getty
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason má ekki tjá sig um ótrúlegt atvik sem átti sér stað fyrir leik Olympiakos og Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni um helgina.

Alfreð fékk logandi blys í sig fyrir leikinn sem var síðan frestað vegna óláta stuðningsmannanna. Atvikið átti sér stað þegar leikmenn Olympiakos voru að skoða aðstæður fyrir leikinn.

Fótbolti.net leitaði viðbragða Alfreðs við atvikinu en landsliðsframherjinn sagði að honum væri óheimilt að tjá sig um það þar til að málið hefur verið tekið fyrir af viðeigandi yfirvöldum þar í landi.

Sjá einnig: Alfreð fékk blys í sig fyrir stórleikinn - Myndband

Alfreð hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliði Olympiakos að undanförnu en þar er hann sem lánsmaður frá spænska félaginu Real Sociedad. Hann tryggði þó sínum mönnum frábæran 3-2 sigur á Arsenal í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í Lundúnum í lok september.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×