Segir leiðinlegt að skemmdarverk hafi verið unnin á húsnæði Útlendingastofnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2015 14:11 Orðið "fasistar" var málað á húsnæði Útlendingastofnunar í gær. vísir/gva Skemmdarverk sem unnin voru á húsnæði Útlendingastofnunar í gærkvöldi voru tilkynnt til lögreglu sem kom á staðinn í morgun, skoðaði vettvang og gerði skýrslu, en eins og greint var frá í gær var krotað á veggi stofnunarinnar orðið „Fasistar.“ Ekki var búið að þrífa krotið af í morgun þegar ljósmyndara Vísis bar að garði en samkvæmt Kristínu Maríu Gunnarsdóttur, staðgengli forstjóra Útlendingastofnunar, var það gert eftir að lögregla hafði komið og skoðað vettvanginn. Aðspurð hvernig starfsfólki hafi orðið við í morgun þegar það mætti til vinnu, segir hún: „Þetta er náttúrulega voða leiðinlegt, þú getur rétt ímyndað þér. Það er náttúrulega bara fólk að vinna hérna sem auðvitað líður illa yfir þessu. Hér eru líka bara allir að reyna að gera sitt besta þannig að þetta er ósköp leiðinlegt verð ég segja.“ Þá nefnir Kristín fjölmiðlaumfjöllun seinustu daga um málefni flóttamanna og hælisleitenda og segir að umfjöllun um Útlendingastofnun hafi verið óvægin. Það spili þó inn í að stofnunin megi ekki tjá sig um einstök mál. „Umfjöllunin verður því oft kannski svolítið einhliða. Það er samt ágætt að það sé fjallað um þessi mál í fjölmiðlum og ég fagna því en við munum væntanlega líka bregðast við og fara að fyrra bragði að fjalla um mál. Koma til dæmis upplýsingum á framfæri varðandi það þegar fólki er veitt hæli og vera meira áberandi að því leyti. Þetta er kannski eitthvað ákall á það að veita meiri upplýsingar.“Málað var með rauðri málningu á glugga stofnunarinnar.vísir/gva Flóttamenn Tengdar fréttir Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Skemmdarverk sem unnin voru á húsnæði Útlendingastofnunar í gærkvöldi voru tilkynnt til lögreglu sem kom á staðinn í morgun, skoðaði vettvang og gerði skýrslu, en eins og greint var frá í gær var krotað á veggi stofnunarinnar orðið „Fasistar.“ Ekki var búið að þrífa krotið af í morgun þegar ljósmyndara Vísis bar að garði en samkvæmt Kristínu Maríu Gunnarsdóttur, staðgengli forstjóra Útlendingastofnunar, var það gert eftir að lögregla hafði komið og skoðað vettvanginn. Aðspurð hvernig starfsfólki hafi orðið við í morgun þegar það mætti til vinnu, segir hún: „Þetta er náttúrulega voða leiðinlegt, þú getur rétt ímyndað þér. Það er náttúrulega bara fólk að vinna hérna sem auðvitað líður illa yfir þessu. Hér eru líka bara allir að reyna að gera sitt besta þannig að þetta er ósköp leiðinlegt verð ég segja.“ Þá nefnir Kristín fjölmiðlaumfjöllun seinustu daga um málefni flóttamanna og hælisleitenda og segir að umfjöllun um Útlendingastofnun hafi verið óvægin. Það spili þó inn í að stofnunin megi ekki tjá sig um einstök mál. „Umfjöllunin verður því oft kannski svolítið einhliða. Það er samt ágætt að það sé fjallað um þessi mál í fjölmiðlum og ég fagna því en við munum væntanlega líka bregðast við og fara að fyrra bragði að fjalla um mál. Koma til dæmis upplýsingum á framfæri varðandi það þegar fólki er veitt hæli og vera meira áberandi að því leyti. Þetta er kannski eitthvað ákall á það að veita meiri upplýsingar.“Málað var með rauðri málningu á glugga stofnunarinnar.vísir/gva
Flóttamenn Tengdar fréttir Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22