Svona forðast þú svindl þegar þú leigir íbúðir á netinu Bjarki Ármannsson skrifar 12. desember 2015 13:43 Fjölmargar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur eru í virkri útleigu á Airbnb. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við netsvindlurum sem lofa íbúðum til leigu á Facebook-síðu embættisins í dag. Lögreglan segist hafa fengið þrjár nýlegar ábendingar um slík svindl, þar sem kjörin virðast oft eðlileg en húsnæðið óvenju gott. Vefsíður á borð við Airbnb, þar sem hver sem er getur boðið íbúðir sínar til leigu um tíma, njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en mörg dæmi eru um að greiðsla hafi verið reidd af höndum fyrir afnot á húsnæði sem er ekki til eða ekki til leigu.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Lögreglan birtir á síðu sinni nokkrar varúðarreglur sem hægt er að styðjast við þegar verið er að skoða íbúðir til leigu á netinu. - Farið alltaf og skoðið íbúðina eða fáið einhvern til að skoða fyrir ykkur ef það er hægt. Aldrei leigja íbúð í sama landi eða borg nema hún hafi fyrst verið skoðuð. - Varist það ef einhver vill fá greiðslu fyrir „utan kerfið“ á vefsíðum eins og Airbnb. Margar íbúðaleiguþjónustur eru með þannig varnagla að greiðsla berst ekki til leigusala fyrr en sólarhring eftir að leigjandi tekur við íbúðinni. Svoleiðis ábyrgð er ekki til staðar ef greitt er utan þjónustunnar.Á netinu geta leynst fjársvikarar sem svífast einskis.Vísir/GVA- Varist að eiga í viðskiptum við aðila sem nota grunsamleg netföng, til dæmis airbnb12@hotmail.com. - Verið varkár ef einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, til dæmis ef þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðslan á að berast til Englands. - Lesið umsagnir annarra á síðunni. Ef þær eru margar, frá mismunandi aðilum sem skrifa í ólíkum stíl og eru jákvæðar þá gefur það líklega rétta mynd af íbúðinni. - Sendið aldrei kortaupplýsingar í tölvupósti. - Ef tilboðið er of gott til að vera satt, þá er það sennilega ekki satt. Hægt er að senda fyrirspurnir um grunuð svindl á abendingar@lrh.is og lögreglan mun meta málið eftir bestu getu.Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 12. desember 2015 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við netsvindlurum sem lofa íbúðum til leigu á Facebook-síðu embættisins í dag. Lögreglan segist hafa fengið þrjár nýlegar ábendingar um slík svindl, þar sem kjörin virðast oft eðlileg en húsnæðið óvenju gott. Vefsíður á borð við Airbnb, þar sem hver sem er getur boðið íbúðir sínar til leigu um tíma, njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en mörg dæmi eru um að greiðsla hafi verið reidd af höndum fyrir afnot á húsnæði sem er ekki til eða ekki til leigu.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Lögreglan birtir á síðu sinni nokkrar varúðarreglur sem hægt er að styðjast við þegar verið er að skoða íbúðir til leigu á netinu. - Farið alltaf og skoðið íbúðina eða fáið einhvern til að skoða fyrir ykkur ef það er hægt. Aldrei leigja íbúð í sama landi eða borg nema hún hafi fyrst verið skoðuð. - Varist það ef einhver vill fá greiðslu fyrir „utan kerfið“ á vefsíðum eins og Airbnb. Margar íbúðaleiguþjónustur eru með þannig varnagla að greiðsla berst ekki til leigusala fyrr en sólarhring eftir að leigjandi tekur við íbúðinni. Svoleiðis ábyrgð er ekki til staðar ef greitt er utan þjónustunnar.Á netinu geta leynst fjársvikarar sem svífast einskis.Vísir/GVA- Varist að eiga í viðskiptum við aðila sem nota grunsamleg netföng, til dæmis airbnb12@hotmail.com. - Verið varkár ef einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, til dæmis ef þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðslan á að berast til Englands. - Lesið umsagnir annarra á síðunni. Ef þær eru margar, frá mismunandi aðilum sem skrifa í ólíkum stíl og eru jákvæðar þá gefur það líklega rétta mynd af íbúðinni. - Sendið aldrei kortaupplýsingar í tölvupósti. - Ef tilboðið er of gott til að vera satt, þá er það sennilega ekki satt. Hægt er að senda fyrirspurnir um grunuð svindl á abendingar@lrh.is og lögreglan mun meta málið eftir bestu getu.Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 12. desember 2015
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira