Svona forðast þú svindl þegar þú leigir íbúðir á netinu Bjarki Ármannsson skrifar 12. desember 2015 13:43 Fjölmargar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur eru í virkri útleigu á Airbnb. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við netsvindlurum sem lofa íbúðum til leigu á Facebook-síðu embættisins í dag. Lögreglan segist hafa fengið þrjár nýlegar ábendingar um slík svindl, þar sem kjörin virðast oft eðlileg en húsnæðið óvenju gott. Vefsíður á borð við Airbnb, þar sem hver sem er getur boðið íbúðir sínar til leigu um tíma, njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en mörg dæmi eru um að greiðsla hafi verið reidd af höndum fyrir afnot á húsnæði sem er ekki til eða ekki til leigu.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Lögreglan birtir á síðu sinni nokkrar varúðarreglur sem hægt er að styðjast við þegar verið er að skoða íbúðir til leigu á netinu. - Farið alltaf og skoðið íbúðina eða fáið einhvern til að skoða fyrir ykkur ef það er hægt. Aldrei leigja íbúð í sama landi eða borg nema hún hafi fyrst verið skoðuð. - Varist það ef einhver vill fá greiðslu fyrir „utan kerfið“ á vefsíðum eins og Airbnb. Margar íbúðaleiguþjónustur eru með þannig varnagla að greiðsla berst ekki til leigusala fyrr en sólarhring eftir að leigjandi tekur við íbúðinni. Svoleiðis ábyrgð er ekki til staðar ef greitt er utan þjónustunnar.Á netinu geta leynst fjársvikarar sem svífast einskis.Vísir/GVA- Varist að eiga í viðskiptum við aðila sem nota grunsamleg netföng, til dæmis airbnb12@hotmail.com. - Verið varkár ef einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, til dæmis ef þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðslan á að berast til Englands. - Lesið umsagnir annarra á síðunni. Ef þær eru margar, frá mismunandi aðilum sem skrifa í ólíkum stíl og eru jákvæðar þá gefur það líklega rétta mynd af íbúðinni. - Sendið aldrei kortaupplýsingar í tölvupósti. - Ef tilboðið er of gott til að vera satt, þá er það sennilega ekki satt. Hægt er að senda fyrirspurnir um grunuð svindl á abendingar@lrh.is og lögreglan mun meta málið eftir bestu getu.Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 12. desember 2015 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við netsvindlurum sem lofa íbúðum til leigu á Facebook-síðu embættisins í dag. Lögreglan segist hafa fengið þrjár nýlegar ábendingar um slík svindl, þar sem kjörin virðast oft eðlileg en húsnæðið óvenju gott. Vefsíður á borð við Airbnb, þar sem hver sem er getur boðið íbúðir sínar til leigu um tíma, njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en mörg dæmi eru um að greiðsla hafi verið reidd af höndum fyrir afnot á húsnæði sem er ekki til eða ekki til leigu.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Lögreglan birtir á síðu sinni nokkrar varúðarreglur sem hægt er að styðjast við þegar verið er að skoða íbúðir til leigu á netinu. - Farið alltaf og skoðið íbúðina eða fáið einhvern til að skoða fyrir ykkur ef það er hægt. Aldrei leigja íbúð í sama landi eða borg nema hún hafi fyrst verið skoðuð. - Varist það ef einhver vill fá greiðslu fyrir „utan kerfið“ á vefsíðum eins og Airbnb. Margar íbúðaleiguþjónustur eru með þannig varnagla að greiðsla berst ekki til leigusala fyrr en sólarhring eftir að leigjandi tekur við íbúðinni. Svoleiðis ábyrgð er ekki til staðar ef greitt er utan þjónustunnar.Á netinu geta leynst fjársvikarar sem svífast einskis.Vísir/GVA- Varist að eiga í viðskiptum við aðila sem nota grunsamleg netföng, til dæmis airbnb12@hotmail.com. - Verið varkár ef einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, til dæmis ef þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðslan á að berast til Englands. - Lesið umsagnir annarra á síðunni. Ef þær eru margar, frá mismunandi aðilum sem skrifa í ólíkum stíl og eru jákvæðar þá gefur það líklega rétta mynd af íbúðinni. - Sendið aldrei kortaupplýsingar í tölvupósti. - Ef tilboðið er of gott til að vera satt, þá er það sennilega ekki satt. Hægt er að senda fyrirspurnir um grunuð svindl á abendingar@lrh.is og lögreglan mun meta málið eftir bestu getu.Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 12. desember 2015
Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira