39 lík á víð og dreif um höfuðborgina í dagrenningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2015 21:31 Lík 39 ungra karla lágu á víð og dreif um Bujumbura í morgun. Vísir/AFP Talsmaður stjórnarhers afríska ríkisins Búrúndí segir að minnst 87 hafi fallið í átökum í höfuðborg landsins, Bujumbura, í gær. Árásarhrina gærdagsins hófst með áhlaupi vopnaðra manna á þrjár hersveitir sem þær svo svöruðu með kúlnahríð. Upptökin eiga sér þó lengri sögu en mikil ólga hefur verið í landinu eftir að forseti Búrúndí, Pierre Nkurunziza tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs í annað sinn. Andstæðingar hans þustu út á götur og mótmæltu ákvörðun hans, friðsamlega í fyrstu, en þeir sögðu hana stangast á við stjórnarskrá landsins. Viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum voru hörð og hefur fólk því tekið út reiði sína á her og lögreglusveitum landsins. Að minnsta kosti 240 hafa fallið síðan mótmælin hófust í maí síðastliðnum og um 200.000 flúið land.Tóku menn af lífi á götum úti Talsmaður hersins, liðþjálfinn Gaspard Baratuza, segir þá sem féllu í átökum gærdagsins ýmist „óvini ríkisins,“ hermenn eða lögregluþjóna. „Alls létust 79 óvinir í árásunum í gær, 45 voru handsamaðir og þá var lagt hald á 97 vopn. Átta hermenn og lögregluþjónar létu að sama skapi lífið og 21 særðist,“ sagði Baratuza við fjölmiðla í dag. Áður hafði herinn gefið út að 12 hefðu dáið í átökunum en margir óttaslegnir vegfarendur í Bujumbura fóru að efast um þá staðhæfingu eftir að hafa gengið fram á tugi líkamsleifa á götum höfuðborgarinnar í morgun. Talið er að minnsta kosti 39 lík ungra manna hafi legið á víð og dreif um borgina. Fjölmargir sjónarvottar hafa stigið fram og ásakað lögreglu og her landsins um að ganga á milli húsa, draga út unga karlmenn með valdi og taka þá af lífi. „Þetta voru bara börn sem tekin voru af lífi með skoti í hnakkann,“ er haft eftir einu vitni á vef Yahoo News. Stjórnvöld komu líkum þeirra sem féllu í dag fyrir í fjöldagröf skammt utan höfuðborgarinnar. Var það að sögn yfirvalda gert til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Stjórnarandstæðingar segja ástæðuna hins vegar vera aðra - stjórnarherinn hafi viljað fela öll ummerki um aftökurnar. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Talsmaður stjórnarhers afríska ríkisins Búrúndí segir að minnst 87 hafi fallið í átökum í höfuðborg landsins, Bujumbura, í gær. Árásarhrina gærdagsins hófst með áhlaupi vopnaðra manna á þrjár hersveitir sem þær svo svöruðu með kúlnahríð. Upptökin eiga sér þó lengri sögu en mikil ólga hefur verið í landinu eftir að forseti Búrúndí, Pierre Nkurunziza tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs í annað sinn. Andstæðingar hans þustu út á götur og mótmæltu ákvörðun hans, friðsamlega í fyrstu, en þeir sögðu hana stangast á við stjórnarskrá landsins. Viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum voru hörð og hefur fólk því tekið út reiði sína á her og lögreglusveitum landsins. Að minnsta kosti 240 hafa fallið síðan mótmælin hófust í maí síðastliðnum og um 200.000 flúið land.Tóku menn af lífi á götum úti Talsmaður hersins, liðþjálfinn Gaspard Baratuza, segir þá sem féllu í átökum gærdagsins ýmist „óvini ríkisins,“ hermenn eða lögregluþjóna. „Alls létust 79 óvinir í árásunum í gær, 45 voru handsamaðir og þá var lagt hald á 97 vopn. Átta hermenn og lögregluþjónar létu að sama skapi lífið og 21 særðist,“ sagði Baratuza við fjölmiðla í dag. Áður hafði herinn gefið út að 12 hefðu dáið í átökunum en margir óttaslegnir vegfarendur í Bujumbura fóru að efast um þá staðhæfingu eftir að hafa gengið fram á tugi líkamsleifa á götum höfuðborgarinnar í morgun. Talið er að minnsta kosti 39 lík ungra manna hafi legið á víð og dreif um borgina. Fjölmargir sjónarvottar hafa stigið fram og ásakað lögreglu og her landsins um að ganga á milli húsa, draga út unga karlmenn með valdi og taka þá af lífi. „Þetta voru bara börn sem tekin voru af lífi með skoti í hnakkann,“ er haft eftir einu vitni á vef Yahoo News. Stjórnvöld komu líkum þeirra sem féllu í dag fyrir í fjöldagröf skammt utan höfuðborgarinnar. Var það að sögn yfirvalda gert til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Stjórnarandstæðingar segja ástæðuna hins vegar vera aðra - stjórnarherinn hafi viljað fela öll ummerki um aftökurnar.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira