Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Genf Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2015 23:27 Oliver Jornot greindi blaðamönnum frá handtökunum í dag. vísir/getty Svissneska lögreglan handtók í dag tvo Sýrlendinga í Genf vegna gruns um tengsl þeirra við hópa róttækra íslamista. Í bíl mannanna fundust agnir af efni sem grunur leikur á að hafi verið notað til sprengjugerðar. Þeir voru stöðvaðir við eftirlit í gær á vegi sem liggur inn í Genf. Saksóknari í borginni tilkynnti um málið á blaðamannafundi í dag og nýtti tækifærið til að blása á sögusagnir þess efnis að eitraðar gastegundir hafi fundist í bíl mannanna. Mennirnir hafa nú þegar verið ákærðir fyrir flutning og framleiðslu á sprengiefnum, sem og á grundvelli laga sem banna „hópa eins og al-Qaeda, Íslamska ríkið og sambærileg félög,“ að sögn saksóknarans Oliver Jornot. Hann sagði á fundinum í dag að mennirnir tveir töluðu ekki frönsku og hefðu ferðast um á sýrlenskum vegabréfum. Þeir voru nýkomnir til landsins þegar lögreglan hafði hendur í hári þeirra.Grunsamlegur bíll stakk lögreglu af Búist er við fleiri handtökum í landinu á næstunni en öryggisstigið var hækkað í borgum nærri landamærum Frakklands. Það er nú á þriðja stigi af fimm og hefur verið fjölgað í liði lögreglunnar í Genf vegna þessa. Í borginni eru fjölmörg mannvirki sem talin eru geta verið skotmörk hryðjuverkamanna, svo sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, Rauði krossinn og fjöldi alþjóðlegra banka. Tilkynnt var um auknu öryggiskröfurnar eftir að grunsamlegri bifreið, sem skráð var í Belgíu, var ekið á ofsahraða undan lögreglunni og yfir landamærin til Frakklands.Meira um málið má lesa á vef The Telegraph. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Sjá meira
Svissneska lögreglan handtók í dag tvo Sýrlendinga í Genf vegna gruns um tengsl þeirra við hópa róttækra íslamista. Í bíl mannanna fundust agnir af efni sem grunur leikur á að hafi verið notað til sprengjugerðar. Þeir voru stöðvaðir við eftirlit í gær á vegi sem liggur inn í Genf. Saksóknari í borginni tilkynnti um málið á blaðamannafundi í dag og nýtti tækifærið til að blása á sögusagnir þess efnis að eitraðar gastegundir hafi fundist í bíl mannanna. Mennirnir hafa nú þegar verið ákærðir fyrir flutning og framleiðslu á sprengiefnum, sem og á grundvelli laga sem banna „hópa eins og al-Qaeda, Íslamska ríkið og sambærileg félög,“ að sögn saksóknarans Oliver Jornot. Hann sagði á fundinum í dag að mennirnir tveir töluðu ekki frönsku og hefðu ferðast um á sýrlenskum vegabréfum. Þeir voru nýkomnir til landsins þegar lögreglan hafði hendur í hári þeirra.Grunsamlegur bíll stakk lögreglu af Búist er við fleiri handtökum í landinu á næstunni en öryggisstigið var hækkað í borgum nærri landamærum Frakklands. Það er nú á þriðja stigi af fimm og hefur verið fjölgað í liði lögreglunnar í Genf vegna þessa. Í borginni eru fjölmörg mannvirki sem talin eru geta verið skotmörk hryðjuverkamanna, svo sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, Rauði krossinn og fjöldi alþjóðlegra banka. Tilkynnt var um auknu öryggiskröfurnar eftir að grunsamlegri bifreið, sem skráð var í Belgíu, var ekið á ofsahraða undan lögreglunni og yfir landamærin til Frakklands.Meira um málið má lesa á vef The Telegraph.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Sjá meira