Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2015 10:15 Björk Guðmundsdóttir og gríman góða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins biðjist afsökunar á orðum sínum um Björk þegar Jón sagði hana vera frekar daufa til augnanna á bak við grímuna. Vísir/GVA „Svona gerir maður ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um orð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í garð tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Jón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar sem hún lét falla í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky þar sem hún kallaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að vilja útmá hálendið í stað þess að vernda það.Sjá einnig: Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubbaJón GunnarssonVísirJón Gunnarsson segist botna lítið í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifar Jón sem er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Lýkur hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“ Dagur B. kallar þessi skrif Jóns lágkúru og segir Jón eiga að biðjast afsökunar á þessum ummælum og draga þau til baka að eða sitja uppi með ævarandi skömm. „Björk er ekki aðeins sá íslenski listamaður sem hefur náð lengst á alþjóðavettvangi og sá Íslendingur sem vakið hefur mesta og jákvæðasta athygli á land og þjóð. Hún er líka skýr og afdráttarlaus málsvari íslenskrar náttúru og umhverfismála. Að hún þurfi að fá yfir sig skít og skot vegna þessa - og það af hinu "háa Alþingi" segir mikið um hvernig fyrir löggjafasamkomu okkar er komið. Er tilgangurinn að reyna að hræða fólk frá því að taka málstað umhverfisins,“ spyr Dagur.Hvað er hægt að segja um svona lágkúru? "Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna." Þetta eru (í alvörunni) orð...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, December 14, 2015 Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Svona gerir maður ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um orð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í garð tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Jón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar sem hún lét falla í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky þar sem hún kallaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að vilja útmá hálendið í stað þess að vernda það.Sjá einnig: Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubbaJón GunnarssonVísirJón Gunnarsson segist botna lítið í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifar Jón sem er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Lýkur hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“ Dagur B. kallar þessi skrif Jóns lágkúru og segir Jón eiga að biðjast afsökunar á þessum ummælum og draga þau til baka að eða sitja uppi með ævarandi skömm. „Björk er ekki aðeins sá íslenski listamaður sem hefur náð lengst á alþjóðavettvangi og sá Íslendingur sem vakið hefur mesta og jákvæðasta athygli á land og þjóð. Hún er líka skýr og afdráttarlaus málsvari íslenskrar náttúru og umhverfismála. Að hún þurfi að fá yfir sig skít og skot vegna þessa - og það af hinu "háa Alþingi" segir mikið um hvernig fyrir löggjafasamkomu okkar er komið. Er tilgangurinn að reyna að hræða fólk frá því að taka málstað umhverfisins,“ spyr Dagur.Hvað er hægt að segja um svona lágkúru? "Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna." Þetta eru (í alvörunni) orð...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, December 14, 2015
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira