Erlent

Vel heppnað geimskot

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimfararnir Tim Kopra frá NASA, Tim Peake frá ESA (Evrópsku geimferðastofnuninni) og Yuri Malenchenko frá Roscosmos fljúga til Alþjóða geimstöðvarinnar í dag. Soyuz geimflaug sem ber þá var skotið á loft klukkan 11:03 í morgun og reiknað er með að þeir komi til geimstöðvarinnar eftir klukkan fimm í dag.

Geimskotið heppnaðist vel og ekki er vitað til þess að nokkur vandræði hafi komið upp.

Geimfararnir á leið í geimflaugina.Vísir/EPA
Þeir munu leysa Kjell Lindgren frá NASA, Oleg Kononenko frá Roscosmos og Kimiya Yui frá Geimferðastofnun Japan, sem komu til jarðarinnar fyrir helgi af hólmi. Þeir Kopra og Malenchenko hafa báðir áður unnið í geimstöðinni, en þetta er í fyrsta sinn sem Bretinn Tim Peake fer til stöðvarinnar.

Þeir Kopra, Peake og Malenchenko munu vera í geimstöðinni í sex mánuði, en nú þegar eru þeir Sergey Volkov, Mikhail Korniyenko og Scott Kelly um borð. Síðustu tveir hafa verið í geimstöðinni frá því í mars og munu vera í geimnum í heilt ár.

Upplýsingar um Alþjóðlegu geimstöðina og áhöfn hennar má finna hér á vef NASA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×