Enski boltinn

Fabregas: Leikmenn verða að standa undir laununum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ekkert hefur gengið hjá Englandsmeisturum Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið og eftir tap fyrir Leicester um helgina er liðið aðeins einu stigi frá fallsæti og 20 stigum frá toppnum.

Margir lykilmenn hafa ekki staðið undir væntingum hjá Chelsea og eftir tapið um helgina sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho að leikmenn hefðu brugðist honum.

Sjá einnig: Sjáðu umdeilt viðtal við Mourinho

„Ef þú ert stór leikmaður og færð borgað sem slíkur þá þarftu að líka að spila og haga þér eins og stór leikmaður,“ sagði Cesc Fabrega, einn af þeim stóru hjá Chelsea, í samtali við enska fjölmiðla.

„Ég er ekki að segja að þér sé óheimilt að eiga slæma leiki og slæmt tímabil en hegðunin verður að vera til fyrirmyndar,“ bætti hann við. „Við þurfum að ná okkar besta fram og hegðun okkar verður að vera betri en við höfum orðið vitni að hjá öllum leikmönnum Chelsea.“

Sjá einnig: Leicester endurheimti toppsætið með sigri á meisturunum

Fáir búast við að Chelsea verði áfram í fallbaráttu eftir því sem mun líða á tímabilið en sagan segir að lið sem eru með fimmtán stig eftir sextán leiki, líkt og er í tilfelli Chelsea, enda að meðaltali í sautjánda sæti deildarinnar um vorið - einu sæti frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×