Enski boltinn

Mahrez og Fuchs bestu leikmenn úrvalsdeildarinnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Riyad Mahrez hefur verið frábær.
Riyad Mahrez hefur verið frábær. vísir/getty
Riyad Mahrez, leikmaður Leicester City, er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt styrkleikalista Sky Sports aðra vikuna í röð.

Christian Fuchs, samherji Mahrez hjá Leicester, heldur svo öðru sætinu eftir leikviku 16 en nígeríski framherjinn Odion Igahalo er sá þriði besti samkvæmt styrkleikalistanum.

Listinn miðar við gengi leikmanna síðustu fimm vikur en hver vika til baka hefur minna gildi en sú sem nýrri er.

Mahrez skoraði og lagði upp mark í sigri Leicester gegn Englandsmeisturum Chelsea á mánudagskvöldið og er lang efstur á listanum með 12.608 stig.

Jack Butland, markvörður Stoke, stekkur upp í fjórða sætið og Junior Stanislas, leikmaður nýliða Bournemouth, er komin upp í fimmta sætið með 8.403 stig en hann stekkur upp um 19 sæti á milli vikna.

Hér að neðan má sjá 50 bestu eða heitustu leikmenn deildarinnar samkvæmt styrkleikalista Sky Sports.

mynd/sky sports



Fleiri fréttir

Sjá meira


×