Fótbolti

Eto'o þreytir frumraun sína í þjálfun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eto'o varð Evrópumeistari bæði með Barcelona og Inter.
Eto'o varð Evrópumeistari bæði með Barcelona og Inter. vísir/getty
Samuel Eto'o hefur verið ráðinn bráðabirgðastjóri tyrneska liðsins Antalyaspor.

Eto'o, sem er markahæsti leikmaður kamerúnska landsliðsins frá upphafi, gekk til liðs við Antalyaspor í júní tekur við stjórastarfinu af Yusuf Simsek sem hætti hjá félaginu í síðustu viku.

Samkvæmt frétt BBC fær Eto'o þrjá leiki til að sýna forráðamönnum Antalyaspor að hann sé rétti maðurinn til að stýra liðinu til frambúðar.

Þetta er fyrsta þjálfarastarf hins 34 ára gamla Eto'o sem hefur farið víða á löngum ferli og unnið allt sem hægt er að vinna í fótboltanum.

Antalyaspor er í 9. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×