Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2015 18:29 Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Vísir/Ernir Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi á sjötta tímanum að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk síðdegis, og stendur atkvæðgreiðslan nú yfir. „Heildarstefna frumvarpsins sýnir þá stefnu að draga hér úr samneyslu. Hún er angi af sömu stefnu sem snýst um að fletja út skattkerfið og draga úr samneyslunni sem við eigum saman. Þess vegna munum við sitja hjá við flestar tillögur. En að öðru leyti munum við lýsa okkar afstöðu í umfjöllun um einstakar tillögur,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Píratar tóku í sama streng, og sögðust ætla að greiða atkvæði við einstaka tillögur, út frá hjartanu. „Það er þannig að fjárlög eru þess eðlis að minnihlutinn getur haft mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því við búum við svokallað meirihlutaræði. En það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að þetta er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu,” sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, lagði áherslu á að tekið verði tillit til tillagna stjórnarandstöðunnar. „Þessar tillögur eru að grunninum hugsaðar til þess að íslenskt samfélag rísi saman upp úr vandræðunum, en ekki að sumir hópar rísi á kostnað annarra,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði eftir frekari forgangsröðun. „Það sem mér fyndist vanta í umræðuna, bæði hér í þingsal og í þjóðfélaginu, er að við þurfum að forgangsraða. Og það þýðir það að við þurfum að spara á ákveðnum sviðum. Ég vona það að í framhaldi umræðunnar að þá verði sú mikilvæga umræða tekin, því hún er ekki síður mikilvæg, heldur en í hvað við viljum setja fjármunina,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi á sjötta tímanum að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk síðdegis, og stendur atkvæðgreiðslan nú yfir. „Heildarstefna frumvarpsins sýnir þá stefnu að draga hér úr samneyslu. Hún er angi af sömu stefnu sem snýst um að fletja út skattkerfið og draga úr samneyslunni sem við eigum saman. Þess vegna munum við sitja hjá við flestar tillögur. En að öðru leyti munum við lýsa okkar afstöðu í umfjöllun um einstakar tillögur,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Píratar tóku í sama streng, og sögðust ætla að greiða atkvæði við einstaka tillögur, út frá hjartanu. „Það er þannig að fjárlög eru þess eðlis að minnihlutinn getur haft mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því við búum við svokallað meirihlutaræði. En það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að þetta er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu,” sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, lagði áherslu á að tekið verði tillit til tillagna stjórnarandstöðunnar. „Þessar tillögur eru að grunninum hugsaðar til þess að íslenskt samfélag rísi saman upp úr vandræðunum, en ekki að sumir hópar rísi á kostnað annarra,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði eftir frekari forgangsröðun. „Það sem mér fyndist vanta í umræðuna, bæði hér í þingsal og í þjóðfélaginu, er að við þurfum að forgangsraða. Og það þýðir það að við þurfum að spara á ákveðnum sviðum. Ég vona það að í framhaldi umræðunnar að þá verði sú mikilvæga umræða tekin, því hún er ekki síður mikilvæg, heldur en í hvað við viljum setja fjármunina,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“