Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2015 18:29 Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Vísir/Ernir Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi á sjötta tímanum að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk síðdegis, og stendur atkvæðgreiðslan nú yfir. „Heildarstefna frumvarpsins sýnir þá stefnu að draga hér úr samneyslu. Hún er angi af sömu stefnu sem snýst um að fletja út skattkerfið og draga úr samneyslunni sem við eigum saman. Þess vegna munum við sitja hjá við flestar tillögur. En að öðru leyti munum við lýsa okkar afstöðu í umfjöllun um einstakar tillögur,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Píratar tóku í sama streng, og sögðust ætla að greiða atkvæði við einstaka tillögur, út frá hjartanu. „Það er þannig að fjárlög eru þess eðlis að minnihlutinn getur haft mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því við búum við svokallað meirihlutaræði. En það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að þetta er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu,” sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, lagði áherslu á að tekið verði tillit til tillagna stjórnarandstöðunnar. „Þessar tillögur eru að grunninum hugsaðar til þess að íslenskt samfélag rísi saman upp úr vandræðunum, en ekki að sumir hópar rísi á kostnað annarra,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði eftir frekari forgangsröðun. „Það sem mér fyndist vanta í umræðuna, bæði hér í þingsal og í þjóðfélaginu, er að við þurfum að forgangsraða. Og það þýðir það að við þurfum að spara á ákveðnum sviðum. Ég vona það að í framhaldi umræðunnar að þá verði sú mikilvæga umræða tekin, því hún er ekki síður mikilvæg, heldur en í hvað við viljum setja fjármunina,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi á sjötta tímanum að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk síðdegis, og stendur atkvæðgreiðslan nú yfir. „Heildarstefna frumvarpsins sýnir þá stefnu að draga hér úr samneyslu. Hún er angi af sömu stefnu sem snýst um að fletja út skattkerfið og draga úr samneyslunni sem við eigum saman. Þess vegna munum við sitja hjá við flestar tillögur. En að öðru leyti munum við lýsa okkar afstöðu í umfjöllun um einstakar tillögur,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Píratar tóku í sama streng, og sögðust ætla að greiða atkvæði við einstaka tillögur, út frá hjartanu. „Það er þannig að fjárlög eru þess eðlis að minnihlutinn getur haft mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því við búum við svokallað meirihlutaræði. En það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að þetta er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu,” sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, lagði áherslu á að tekið verði tillit til tillagna stjórnarandstöðunnar. „Þessar tillögur eru að grunninum hugsaðar til þess að íslenskt samfélag rísi saman upp úr vandræðunum, en ekki að sumir hópar rísi á kostnað annarra,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði eftir frekari forgangsröðun. „Það sem mér fyndist vanta í umræðuna, bæði hér í þingsal og í þjóðfélaginu, er að við þurfum að forgangsraða. Og það þýðir það að við þurfum að spara á ákveðnum sviðum. Ég vona það að í framhaldi umræðunnar að þá verði sú mikilvæga umræða tekin, því hún er ekki síður mikilvæg, heldur en í hvað við viljum setja fjármunina,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira