Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2015 18:29 Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Vísir/Ernir Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi á sjötta tímanum að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk síðdegis, og stendur atkvæðgreiðslan nú yfir. „Heildarstefna frumvarpsins sýnir þá stefnu að draga hér úr samneyslu. Hún er angi af sömu stefnu sem snýst um að fletja út skattkerfið og draga úr samneyslunni sem við eigum saman. Þess vegna munum við sitja hjá við flestar tillögur. En að öðru leyti munum við lýsa okkar afstöðu í umfjöllun um einstakar tillögur,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Píratar tóku í sama streng, og sögðust ætla að greiða atkvæði við einstaka tillögur, út frá hjartanu. „Það er þannig að fjárlög eru þess eðlis að minnihlutinn getur haft mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því við búum við svokallað meirihlutaræði. En það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að þetta er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu,” sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, lagði áherslu á að tekið verði tillit til tillagna stjórnarandstöðunnar. „Þessar tillögur eru að grunninum hugsaðar til þess að íslenskt samfélag rísi saman upp úr vandræðunum, en ekki að sumir hópar rísi á kostnað annarra,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði eftir frekari forgangsröðun. „Það sem mér fyndist vanta í umræðuna, bæði hér í þingsal og í þjóðfélaginu, er að við þurfum að forgangsraða. Og það þýðir það að við þurfum að spara á ákveðnum sviðum. Ég vona það að í framhaldi umræðunnar að þá verði sú mikilvæga umræða tekin, því hún er ekki síður mikilvæg, heldur en í hvað við viljum setja fjármunina,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi á sjötta tímanum að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk síðdegis, og stendur atkvæðgreiðslan nú yfir. „Heildarstefna frumvarpsins sýnir þá stefnu að draga hér úr samneyslu. Hún er angi af sömu stefnu sem snýst um að fletja út skattkerfið og draga úr samneyslunni sem við eigum saman. Þess vegna munum við sitja hjá við flestar tillögur. En að öðru leyti munum við lýsa okkar afstöðu í umfjöllun um einstakar tillögur,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Píratar tóku í sama streng, og sögðust ætla að greiða atkvæði við einstaka tillögur, út frá hjartanu. „Það er þannig að fjárlög eru þess eðlis að minnihlutinn getur haft mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því við búum við svokallað meirihlutaræði. En það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að þetta er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu,” sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, lagði áherslu á að tekið verði tillit til tillagna stjórnarandstöðunnar. „Þessar tillögur eru að grunninum hugsaðar til þess að íslenskt samfélag rísi saman upp úr vandræðunum, en ekki að sumir hópar rísi á kostnað annarra,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði eftir frekari forgangsröðun. „Það sem mér fyndist vanta í umræðuna, bæði hér í þingsal og í þjóðfélaginu, er að við þurfum að forgangsraða. Og það þýðir það að við þurfum að spara á ákveðnum sviðum. Ég vona það að í framhaldi umræðunnar að þá verði sú mikilvæga umræða tekin, því hún er ekki síður mikilvæg, heldur en í hvað við viljum setja fjármunina,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Sjá meira