Fótbolti

Messi fékk nýrnasteinakast og er ekki með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Barcelona verður án Lionel Messi er liðið mætir Guangzhou Evergrande í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan í dag.

Twitter-síða Barcelona greindi frá því að Messi er með nýrnasteinakast og missir af leiknum af þeim sökum.

Brasilíumaðurinn Neymar hefur einnig verið frá vegna meiðsla og mun að öllum líkindum ekki spila með í dag.

Leikurinn hefst klukkan 10.30 en sigurvegari leiksins mætir River Plate frá Argentínu í úrslitaleik kepninnar á sunnudag. Leikurinn í dag, sem og úrslitaleikurinn, fer fram í Yokohama.

River Plate hafði betur gegn Sanfrecce Hiroshima frá Japan í sinni undanúrslitaviðureign.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×