Enski boltinn

Stóri Sam sá eini sem fær alvöru jólakort frá Mourinho

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho og Sam Allardyce.
José Mourinho og Sam Allardyce. vísir/getty
José Mourinho var gestur í nýjasta íþróttaspjallþætti Claire Balding sem sýndur verður á föstudaginn á BBC.

Balding spurði Mourinho út í jólakortalistann sinn og hvort hann sendi öðrum knattspyrnustjórum í deildinni jólakort.

„Það eru þrír sem fá jólakort. Ég skrifa bara undir eitt en með öðru sendi ég persónuleg skilaboð. Svo sendi ég ekki sjálfur það þriðja,“ sagði Mourino og uppskar hlátrasköll í salnum.

Stærsta og besta kortið fær Sam Allardyce sem Mourinho virðist hafa mikið dálæti á þrátt fyrir rimmur þeirra í gegnum tíðina.

„Jólakortið er aldrei nógu stórt fyrir Stóra Sam því ég elska að skrifa skilaboð til góðs manns. En aðrir ...“ sagði Mourinho og gaf í skyn að hann setti ekki mikinn metnað í fleiri kort en til Allardyce.

Mourinho var líka spurður að því hvað færði honum ánægju og svarið var einfalt: „Á þessari stundu? Að vinna leik.“

Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×