Fótbolti

Eigendur 76ers kaupa hlut í Crystal Palace

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þeir Harris og Blitzer eru að stækka við sig.
Þeir Harris og Blitzer eru að stækka við sig. Vísir/Getty
Sky Sports greinir frá því í dag að samkomulag sé í höfn á milli núverandi eiganda Crystal Palace og tveggja Bandaríkjamanna um kaup þeirra síðarnefndu á hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu.

Samkvæmt fréttinni eignast Bandaríkjamennirnir Josh Harris og David Blitzer 70 prósenta hlut í félaginu. Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, heldur eftir jafn stórum hlut, mun áfram eiga átján prósenta hlut og sinna áfram rekstri liðsins.

Söluverðið er sagt vera 100 milljónir punda, jafnvirði rúmra nítján milljarða króna, en þeir Harris og Blitzer munu fjárfesta 50 milljónum punda í viðbótar til að bæta aðstöðu félagsins og styrkja leikmannahóp liðsins.

Þeir Harris og Blitzer eru núvernadi eigendur tveggja bandarískra íþróttaliða - Philadelphia 76ers í NBA-deildinni og New Jersey Devils sem leikur í NHL-íshokkídeildinni.

Parish bjargaði Crystal Palace frá gjaldþroti árið 2010 og hefur lengi verið reiðubúinn að fá nýja fjárfesta inn í félagið. Viðræður við þá Harris og Blitzer eiga sér langan aðdraganda en þær hafa staðið yfir í um átján mánuði.

Þess má geta að 76ers hefur á mögur ár að baki í NBA-deildinni og er nú með langversta árangur allra í liða í deildinni - einn sigur í 27 leikjum. New Jersey stendur betur að vígi í NHL-deildinni og er um miðja deild í austrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×