Dæmdur en ekki gerð refsing fyrir að framvísa fölsuðu albönsku vegabréfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2015 17:55 Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir sýrlenskum karlmanni sem framvísaði við komu sína til landsins í apríl albönsku vegabréfi sem reyndist falsað. Þó var tekin ákvörðun um að honum yrði ekki gerð refsing, líkt og Héraðsdómur Reykjaness hafði ákveðið í lok apríl, þegar maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en krafðist sýknu með vísan til alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem Ísland er aðili að, en hefur ekki lagagildi hér á landi. Því var ekki hægt að sýkna manninn, að því er segir í dómnum. Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið dregið í efa að hann teldist til flóttamanna, svo og að lífi hans eða frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi.Sjá einnig: Sextíu milljónir í tilgangslaus passamálÆtlaði að hitta systur sína Maðurinn, sem er 43 ára, sagðist ekki hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Hann kom hingað til lands frá París hinn 19. apríl síðastliðinn en var stöðvaður í tollgæslu í Leifsstöð. Gerð var leit í farangri hans og fundust „ýmis gögn á arabísku með öðru nafni sem bentu til að aðilinn væri ekki sá sem hann sagðist vera,“ segir í dómnum. Þegar gengið hafi verið á ákærða hafi hann tekið úr jakkavasa sínum sýrlenskt vegabréf með sínu nafni og hafi lögregla þá verið kvödd til. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn eiga systur hér á landi sem hafi komið hingað fyrir nokkrum árum. Hafi hann ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram við lögreglu. Hann var í kjölfarið dæmdur í gæsluvarðhald og var ákæra í málinu gefin út áður en gæsluvarðhaldstíma lauk. Honum var þá gert í héraðsdómi að sæta þrjátíu daga fangelsi og greiða 320 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Hæstiréttur sneri því við og greiðist allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði. Flóttamenn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir sýrlenskum karlmanni sem framvísaði við komu sína til landsins í apríl albönsku vegabréfi sem reyndist falsað. Þó var tekin ákvörðun um að honum yrði ekki gerð refsing, líkt og Héraðsdómur Reykjaness hafði ákveðið í lok apríl, þegar maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en krafðist sýknu með vísan til alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem Ísland er aðili að, en hefur ekki lagagildi hér á landi. Því var ekki hægt að sýkna manninn, að því er segir í dómnum. Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið dregið í efa að hann teldist til flóttamanna, svo og að lífi hans eða frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi.Sjá einnig: Sextíu milljónir í tilgangslaus passamálÆtlaði að hitta systur sína Maðurinn, sem er 43 ára, sagðist ekki hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Hann kom hingað til lands frá París hinn 19. apríl síðastliðinn en var stöðvaður í tollgæslu í Leifsstöð. Gerð var leit í farangri hans og fundust „ýmis gögn á arabísku með öðru nafni sem bentu til að aðilinn væri ekki sá sem hann sagðist vera,“ segir í dómnum. Þegar gengið hafi verið á ákærða hafi hann tekið úr jakkavasa sínum sýrlenskt vegabréf með sínu nafni og hafi lögregla þá verið kvödd til. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn eiga systur hér á landi sem hafi komið hingað fyrir nokkrum árum. Hafi hann ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram við lögreglu. Hann var í kjölfarið dæmdur í gæsluvarðhald og var ákæra í málinu gefin út áður en gæsluvarðhaldstíma lauk. Honum var þá gert í héraðsdómi að sæta þrjátíu daga fangelsi og greiða 320 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Hæstiréttur sneri því við og greiðist allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði.
Flóttamenn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira