Sextíu milljónir í tilgangslaus passamál Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 17. desember 2015 07:00 Oft vaknar grunur um að fórnarlömb mansals séu vistuð í fangelsum landsins. vísir/anton brink „Þetta er fáránlegt. Þetta skilar einvörðungu álagi á fangelsiskerfið og er óþarfi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um svokölluð passamál erlenda ríkisborgara sem eru handteknir fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins. Frá 2010 hafa 168 einstaklingar verið dæmdir og setið í íslenskum fangelsum vegna þessa. Sólarhringur í fangelsi á Íslandi kostar um það bil 24 þúsund krónur á hvern fanga. Sé kostnaður vegna þessa gróflega reiknaður eru það rúmlega 60 milljónir. Inni í því er ekki lögfræðikostnaður og annar kostnaður sem greiðist af ríkinu vegna fyrirtöku málanna í íslenskum dómstólum. Páll segir Fangelsismálastofnun ítrekað hafa bent yfirvöldum á að engu skili að fangelsa þessa einstaklinga sem um ræðir. „Refsing skilar engu og hefur ekki þau varnaðaráhrif sem refsingar eiga að hafa. Haldið þið að það skipti sköpum fyrir manneskju sem er að taka ákvörðun um að flýja heimalandið á fölsuðum vegabréfum að hún verði hugsanlega látin sitja inni á Íslandi í fimmtán daga?“ Dómurinn fyrir brot af þessu tagi er langoftast þrjátíu daga fangelsisvist, en að því gefnu að fólk brjóti engin agaviðurlög á meðan á vistinni stendur situr það aðeins inni í fimmtán daga.Páll Winkelvísir/andri marinóNokkuð hefur verið fjallað um plássleysi í fangelsiskerfinu hér á landi, en tæplega fimm hundruð manns eru nú á biðlista eftir að hefja afplánun. „Það skilar engu að fangelsa þetta fólk. Það kostar pening og tekur pláss.“ Páll segir flesta þá sem eru handteknir einungis vera að millilenda hér á leið sinni annað. Hann segir grunsemdir oft hafa vaknað um að viðkomandi sé fórnarlamb mansals og sé sent milli landa á fölsuðum vegabréfum. Fólkið stoppar stutt við, því sé erfitt að veita því hjálp og í mörgum tilfellum eigi starfsfólk fangelsanna erfitt með að skilja viðkomandi. „Það sem við sjáum að mörg eiga sameiginlegt er að þau eiga mjög erfitt. Fólk er illa statt. Flestir eru að flýja slæmar aðstæður og hafa engin tengsl við Ísland. Við fangelsum þetta fólk og til hvers? Það hefur engin áhrif, fólkið situr inni í 15 daga og er svo bara farið úr landi,“ segir hann. Afplánun þessa fólks á sér stað í beinu framhaldi af gæsluvarðhaldi og því er það í forgangi að hefja afplánun. „Við höfum velt því fyrir okkur þegar staðan er hvað erfiðust að hleypa þeim bara út. Einhvern tímann var þessi stefna mótuð að taka hart á þessu fólki og dæma það í óskilorðsbundið fangelsi.“ Flestir þeir sem teknir hafa verið við komu til landsins eru frá Nígeríu og Íran, eða 19 frá hvoru landi. Þá hafa sextán verið gripnir frá Sómalíu, fimmtán frá Albaníu, fjórtán frá Georgíu og þrettán frá Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
„Þetta er fáránlegt. Þetta skilar einvörðungu álagi á fangelsiskerfið og er óþarfi,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um svokölluð passamál erlenda ríkisborgara sem eru handteknir fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins. Frá 2010 hafa 168 einstaklingar verið dæmdir og setið í íslenskum fangelsum vegna þessa. Sólarhringur í fangelsi á Íslandi kostar um það bil 24 þúsund krónur á hvern fanga. Sé kostnaður vegna þessa gróflega reiknaður eru það rúmlega 60 milljónir. Inni í því er ekki lögfræðikostnaður og annar kostnaður sem greiðist af ríkinu vegna fyrirtöku málanna í íslenskum dómstólum. Páll segir Fangelsismálastofnun ítrekað hafa bent yfirvöldum á að engu skili að fangelsa þessa einstaklinga sem um ræðir. „Refsing skilar engu og hefur ekki þau varnaðaráhrif sem refsingar eiga að hafa. Haldið þið að það skipti sköpum fyrir manneskju sem er að taka ákvörðun um að flýja heimalandið á fölsuðum vegabréfum að hún verði hugsanlega látin sitja inni á Íslandi í fimmtán daga?“ Dómurinn fyrir brot af þessu tagi er langoftast þrjátíu daga fangelsisvist, en að því gefnu að fólk brjóti engin agaviðurlög á meðan á vistinni stendur situr það aðeins inni í fimmtán daga.Páll Winkelvísir/andri marinóNokkuð hefur verið fjallað um plássleysi í fangelsiskerfinu hér á landi, en tæplega fimm hundruð manns eru nú á biðlista eftir að hefja afplánun. „Það skilar engu að fangelsa þetta fólk. Það kostar pening og tekur pláss.“ Páll segir flesta þá sem eru handteknir einungis vera að millilenda hér á leið sinni annað. Hann segir grunsemdir oft hafa vaknað um að viðkomandi sé fórnarlamb mansals og sé sent milli landa á fölsuðum vegabréfum. Fólkið stoppar stutt við, því sé erfitt að veita því hjálp og í mörgum tilfellum eigi starfsfólk fangelsanna erfitt með að skilja viðkomandi. „Það sem við sjáum að mörg eiga sameiginlegt er að þau eiga mjög erfitt. Fólk er illa statt. Flestir eru að flýja slæmar aðstæður og hafa engin tengsl við Ísland. Við fangelsum þetta fólk og til hvers? Það hefur engin áhrif, fólkið situr inni í 15 daga og er svo bara farið úr landi,“ segir hann. Afplánun þessa fólks á sér stað í beinu framhaldi af gæsluvarðhaldi og því er það í forgangi að hefja afplánun. „Við höfum velt því fyrir okkur þegar staðan er hvað erfiðust að hleypa þeim bara út. Einhvern tímann var þessi stefna mótuð að taka hart á þessu fólki og dæma það í óskilorðsbundið fangelsi.“ Flestir þeir sem teknir hafa verið við komu til landsins eru frá Nígeríu og Íran, eða 19 frá hvoru landi. Þá hafa sextán verið gripnir frá Sómalíu, fimmtán frá Albaníu, fjórtán frá Georgíu og þrettán frá Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira