Fótbolti

Blatter neitaði sök

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sepp Blatter, forseti FIFA, neitaði sök fyrir framan siðanefnd sambandsins í gær en þar hefur hann legið undir grun fyrir spillingu.

Siðanefndin dæmdi hann fyrr í haust í 90 daga bann frá knattspyrnuafskiptum en líklegt er að nefndin muni kveða upp úrskurð sinn í næstu viku.

Sjá einnig: Blatter settur í 90 daga bann

Verði Blatter fundinn sekur um spillingu gæti hann átt yfir höfði sér nokkurra ára bann, jafnvel til lífstíðar.

Blatter og Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu [UEFA], voru kærðir fyrir spillingu eftir að upp komst um að FIFA hafi greitt Platini háa upphæð árið 2011.

Báðir hafa haldið því fram að það hafi verið vegna vangoldinna launa vegna starfa Platini fyrir FIFA. Svo virðist hins vegar vera að engin gögn styðji það.

Sjá einnig: Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA

Siðanefnd FIFA mun taka fyrir mál Platini í dag og er talið líklegt að úrskurður verður kveðinn upp í næstu viku, jafnvel strax á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×