Enski boltinn

Rooney, Smalling og Herrera klárir í slaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Þeir Wayne Rooney, Chris Smalling og Ander Herrera eiga allir möguleika á að spila með Manchester United gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni á morgun, að sögn knattspyrnustjórans Louis van Gaal.

Allir misstu af leik United gegn Bournemouth um liðna helgi en Van Gaal sagði á blaðamannafundi sínum í dag að þeir hefðu getað æft í vikunni.

Rooney hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla í ökkla. United hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum og Van Gaal er ólmur í að endurheimta fyrirliðann sinn.

„Hann hefur æft alla vikuna og mögulegt að hann geti spilað. En við verðum að bíða og sjá til. Venjulega væri það of mikil áhætta en stundum verður maður að taka áhættu.“

Jesse Lingard og Matteo Darmian verða ekki með á morgun en Ashley Young gæti náð inn í hóp ef hann stenst læknisskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×