Fótbolti

Guardiola búinn að ákveða sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Pep Guardiola, stjóri Bayern München, sagði á blaðamannafundi í dag að hann væri búinn að ákveða hvað tæki við hjá honum í sumar en vildi ekki greina frá ákvörðun sinni.

Guardiola hafði áður sagt í vikunni að það myndi skýrast í næstu viku hvort hann myndi halda áfram hjá Bayern eða snúa sér að öðru þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Sjá einnig: Fullyrt að Guardiola hætti í sumar

„Félagið, Karl-Heinz Rummenigge [stjórnarformaður] og ég höfum sagt ítrekað að við munum segja eitthvað eftir leikinn í Hannover. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Guardiola en Bayern mætir Hannover um helgina. Eftir það fer þýska deildin í vetrarfrí.

Fjölmiðlar hafa fullyrt að líklegast sé að Guardiola hætti með Bayern í sumar og að Ítalinn Carlo Ancelotti taki við liðinu í sumar. Guardiola hefur verið orðaður við bæði Manchester-liðin sem og Chelsea, sem er nú í stjóraleit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×