Enski boltinn

Sá fyrsti af indverskum ættum sem semur við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dhand í leik með unglingaliði Liverpool.
Dhand í leik með unglingaliði Liverpool. Vísir/Getty
Yan Dhanda er sautján ára miðjumaður sem hefur gert tveggja og hálfs árs samning við Liverpool en félagið tilkynnti það í dag.

Dhanda er Englendingur og fæddur í Birmingham en er af indverskum ættum. Er hann fyrsti knattspyrnumaðurinn af indverskum ættum sem gerir atvinnumannasamning við Liverpool.

„Við semjum ekki við leikmenn út frá ætterni þeirra,“ sagði Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, árið 2013. Dhanda var þá nýkominn til félagsins og hefur síðan þá spilað með unglingaakademíu Liverpool.

„Þetta snýst um að finna bestu leikmennina óháð því hvaðan þeir koma. Yan hefur fengið frábært tækifæri hjá Liverpool. Hann er afar hæfileikaríkur drengur og við vonum að hann nái sínu besta fram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×