Enski boltinn

Newcastle og Aston Villa skildu jöfn

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/getty
Newcastle og Aston Villa skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór 1-1 og fór fram á St. James Park í Newcastle.

Aðstæður voru mjög erfiðar í leiknum og var völlurinn rennandi blautur vegna rigningar.

Fabricio Coloccini skoraði fyrsta mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en það var Jordan Ayew sem jafnaði metin með þrumuskoti hálftíma fyrir leikslok.

Aston Villa er enn í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig en Newcastle er í því 17. með 17 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×